Óbilandi trú á sínar algóðu sjónhverfingar

Ef stefnan brást ekki heldur fólkið,má þá ekki treysta því að Sjálfstæðisflokkurinn boði óbreytta frjálshyggju,en setta fram af öllum frambjóðendum nýjum.

Þingmennirnir, túlkendur stefnunnar brugðust segir í skýrslunni,það var fólkið sem brást,ekki geta nefndarmenn verið að tala um lýðinn.

Ansvítans bull er þetta ef stefnan brást ekki hvers vegna er mér þá kalt á fótunum,sagði gamla konan um leið og hún sá þessa drög úr skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.

Takið eftir nafninu.

Og hvers vegna ,ef stefnan er algóð ætla sumir þingmenn Sjálfstæðisf,saman ber,Jón Magnússon , að fara að boða mannúðlegan kapítalisma.

Hvernig ætli hann sé?

 


mbl.is Stefna brást ekki, heldur fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, svo vægt sé til orða tekið. ATH skotbardagar eru nánast að verða daglegt brauð í okkar gömlu höfuðborg. Og sú þróun mun verða hérna ef ekkert verður að gert.

Mér er órótt innanbrjóst með þennan bergrisa sem sjálfstæðisflokkurinn er, þessi malandi maskína sem aldrei stoppar, né heldur höktir. Þvílíkt flokksræði og hollusta sem hægt er að rækt með nútíma vísindum. 

Ég hvet alla sjálfstæðismenn sem enn hafa trú á sjálfan sig og einstaklingsfrelsið að hlaupa, það sjá allir sjáandi menn að einstaklingurinn dafnar ekki í þeim flokki. 

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Rannveig H

Ég vil nú benda Húnboga á að það þarf ekki bergrisa í stjórnmálum til að flokksræðið og hollustan sé í hávegum höfð. Það sáum við t.d þegar ISG bauð sig áfram til forystu þó meirihluti kjósenda hennar vildu að hún hætti samanber skoðunarkönnun. Svo þorir engin að seiga neitt upphátt um málið innan SF allir ánægðir bara.

Af hverju hangir FF í pilsnerfylgi?

Rannveig H, 2.3.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Rannveig H

Endemis vitleysa er þetta í mér að kalla drengin Húnboga í stað Vilboga.

Rannveig H, 2.3.2009 kl. 12:13

4 identicon

Ekki veit ég það Rannveig og tek það mjög nærri mér að vera uppnefndur, Það að FF sé í pilsnerfylgi kemur til að því hversu ill og slæm ganabygging þingflokksins var. Það er núna búið að stinga á öll kýli í þeim efnum.

Og svo verður forysta flokksins að bretta upp ermar, viðurkenna vanmátt sinn og þiggja aðstoð, ég veit að aðstoðin er til staðar. 

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband