Skelfingin ein

Mikil mistök voru það nú hjá forustu Radda fólksins að lýsa yfir Sigurhátíð í janúar þegar VG Samf og Forsetinn  tóku landið yfir.

Þá fyrst hefðu mótmælin átt að fara á fulla ferð.

Nei það var sigur í augum Raddanna að koma einni ónýtri stjórn frá bara til að koma handónýtri stjórn valdagráðugra VG að,sigur var það ekki Hörður það var STÓRTJÓN,bara hreint tjón.

Samfylkingin hélt að með því að hlaupa úr sænginni hjá Geir og skríða uppí hjá VG þá væru þeir búnir að svara kalli fólksins á Austurvelli en svo er ekki annarra en kjósenda VG,enda sést að það mæta fáir núna,stór hópur í kringum mig og mína félaga hafa ekki komið síðan Sigurhátíðin var haldin, og svo er um fjöldann allan,fólk sem ekki er tilbúið að láta bendla sig við VG..

Allt þetta kjaftæði um að stefnt skal að og beint verði fyrirmælum og þessháttar máttleysis bull er ekkert betri en þögnin sem var áður.


mbl.is Tuttugasti útifundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað er að þér?

Af hverju í andskotanum ertu að rífa niður þessa fundi? Það er ekkert að því að fagna því sem næst..... kom hvergi fram að með þessari "sigurhátíð" væri verið að leggja vopn niður.

Sýndu smá skynsemi og hættu að rífa þetta niður. Þarna er vettvangur fyrir fólk að sýna samstöðu sína með því að mæta á staðinn og við þurfum ekki á því að halda að einn af okkur stundi niðurrifsstarfssem.

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skora á þig að taka þessa færslu út og þegja ef þú hefur ekkert jákvætt um þetta að segja.

Og hana nú

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 16:13

3 identicon

Heiða ef það er eitthvað að Gunnari þá veit ég ekki hvað er þá að þér, það er eitthvað miklu verra.

Þegar að Hörður hélt þessa sigurhátíð lofaði hann mér í persónulegu samtali að taka af allan vafa um hvað þetta snérist það gerði hann ekki og hefur ekki gert.

Það er löngu vitað að þessi mótmæli hafa á sér slepju VG. Ég ásamt fleirrum létum það hjá líðast til þess eins að ná samstöðu,

þeirri sömu og þið sjálfum glaða fólk sem teljið ykkur best til þess fallin að leið mótmælendur. 

Ég hvet þig til að endurskoða þín svör hérna og jafnvel taka þau út.

Hörður og hans fólk sá sjálft um að eyðileggja samstöðuna, og ég held að það hafi verið um leið og tékkinn kom frá VG.

Sveiattann

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:27

4 identicon

Heiða B

Er það virkilegt að þetta hitti þig svona og það nálægt sannleiknum að þú viljir láta fjarlægja þetta af netinu.

Sannleikur svíður, en hann er svona.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:31

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað er að þér? Ég hef aldrei nokkurn tímann gefið það út að ég sé best til þess fallinn að leiða mótmælendur né að ég sé nokkurs konar leiðtogi í þeim efnum.
Ég hef aldrei kosið VG og stefni ekki á að byrja á því núna..... Þú ert eitthvað að misskilja þetta. Mótmælin hafa ekki snúist um neinn flokk nema síður sé... þau hafa einmitt snúist gegn þessu flokksræði sem við búum við.

Og hafi Hörður Torfa ekki hagað mótmælunum á Austurvelli eftir þínu höfði þá fagna ég því. Þau eiga ekki að snúast um óskir einstaklinga. Þetta er spurning um samstöðu GEGN því sem við höfum búið við. Og það eru einstaklingar sem geta ekki sætt sig við ALLT sem fram kemur þá so be it!
Ég er langt því frá 100% sátt við allt sem hefur gerst en fjandinn hafi það ef ég læt það koma í veg fyrir að ég sýni vandlætingu mína á ástandinu

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sannleikur? Hvers sannleikur? Þinn?
Eini sannleikurinn sem mig svíður undan er sú staða sem er búið að koma fólkinu í landinu í með óráðsíu þeirra sem hafa stjórnað þessu landi. Ég nenni ekki að eltast við svona persónuleg særindi og láta þau koma í veg fyrir að ég sýni því fólki sem nennir að standa í því að gefa mér vettvang til að sýna vandlætingu mína.

Þú og Gunnar gerið kannski gagn í sófanum heima en málið er að ég finn ekki fyrir því og á meðan eru þið ekki í mínu liði.... Samstaða er það eina sem getur breytt þjóðfélagsmyndinni og ég sé ykkur ekki gera neitt nema reyna að sundra henni
Skammist ykkar

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 16:46

7 identicon

Það er ekkert að mér en ég þakka hugulsemina.

Ef þessi mótmæli hafa snúist um það að mótmæla flokksræðinu af hverju var þá haldin sigurhátíð? hvaða sigur vannst? það tók ekkert betra við, því sem frá fór.

Ég er ekki að tala um að Hörður ætti að copi pasta úr mínum huga, en það sem ég að meina að kallinn sagðist ætla að taka af öll tvímæli um að þetta væri ekki búið. Hann gerði það ekki, í það minnsta ekki afgerandi. 

En að vera að horfa á eftir forvígismönnum mótmælenda og borgarafunda framvarðasveitum í framboð fyrir VG. þá er mér nóg boðið. 

Það myndaðist þverpólitísk samstaða sem að því miður var drepin, með ótímabærum yfirlýsingum um að áfangasigur væri í höfn, ég upplifði engan sigur þvert á móti var þetta tap í mínum huga.

Þetta er búið, það þarf blóðuga byltingu til að breyta einhverju, ræður háskólamenntaðra á vörubílspöllum duga svo takmarkað, gegn þessari spillingu.

Upp brettar ermar og krepptir hnefar eru það eina sem dugar því miður.

Þú veist ekki neitt um hvað við Gunnar gerum eitt er víst að sófinn slitnar ekki af okkar rössum. 

Þú ert sjálf fullfær um að eyðileggja samstöðuna og fellur í þá gryfju sem þú svo ert að gagnrýna okkur fyrir. 

Við mótmælum ekki af því, og við fögnum heldur ekki bara af því. 

Það þurfa að vera skýr markmið en þau hafa ekki verði fram að þessu og sást best þegar að sigurhátíðin var haldinn.

Þvílíkt öfugmæli.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi auðvitað hafa mótmælin skilað einhverju! Þarf ekkert að telja það upp hérna... þú veist það jafn vel og ég. Erum við ánægð með núverandi ástand? Nei...alls ekki. En sú stjórn sem er núna við líði er bara bráðabirgðarstjórn og við megum gera okkur vonir um breytingar... sérstaklega ef það næst í gegn að stjórnlagaþing verði sett á.

Þetta er ekkert búið. Það hefur alltaf verið ljóst að byltingin er ekki búin. Hún er bara á hliðarlínunni núna...eða þannig lít ég á það og hef ástæðu til af samtölum við það fólk sem stóð með okkur berjandi potta og pönnur.

Þangað til þarf bara að sýna fram á að samstaðan er enn til staðar. Og við gerum það ekki með því að ráðast hvort að öðru. Og alls ekki með því að draga mótmælendur í dilka eftir nöfnum á stjórnmálaflokkum

Og ef þið eruð svona ósáttir rísið þá upp og gerið eitthvað! Ég skal mæta

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 17:01

9 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Heiða B .

Mikið er ég hrifinn af innblæstri þínum núna,sem og oftast áður,en það fær því ekki breytt að Sigurhátíðarfundurinn var vendi fundur eftir það vantaði neistann sjálfur hef ég sótt 19 fundi svo að sófinn slitnaði ekki á meðan og ég veitti því líka athygli að það voru oftar en hitt vinstri sinnaðir ræðumenn,en lét það ekki á mig fá af því mig þyrsti í réttlæti og breytingar ekki hrókeringar eins og raun bar vitni.

Ég sagði líka að hópur í kringum mig o,s,frv.,en sjálfur hef ég nú komið þar til nú í dag,og látið mig hafa að standa þarna ,líka þegar þú varst að láta ljós þitt skína í útvarpi,á sama tíma og fundurinn var þann daginn.

Heiða og Vilbogi,við eru öll að stefna að sama marki og að við skulum ná upp þessum hitaumræðum hérna sýnir svo ekki er um að villast að neyðarástand er í hverju húsi og á flestum heimilum og á bara eftir að versna,svo við skulum standa vörð um okkur.

En ekki fagna fyrr en lokasigur er unninn..

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 17:04

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heyrðu... ég kom þegar ég var búin að montast í útvarpinu :)

Og það má alveg deila um þessa "sigurhátíð" þó svo að mér finnist reyndar að það megi alveg gleðjast yfir því þegar kröfum okkar er mætt að einhverju leit. Það þarf ekki að þýða að við séum hætt.

Ég ÆTLA að búa áfram á Íslandi. Þetta er landið mitt og ég tek það ekki í mál að vera neydd til að yfirgefa það af því að klíka fólks stendur vörð um ósanngjörn völd sín. Mér er alveg sama hvað ég þarf að gera til að ná fram breytingum... ég er alveg til í "full swing" byltingu ef það verður nauðsynlegt.
En við getum verið ósátt um aðferðafræði að einhverju marki án þess að stunda niðurrifsstarfsemi. Samstaðan sem Hörður hefur náð toppar allt það sem ég er ósátt við á Austurvelli. Og mér dettur ekki til hugar að rjúka fram á bloggvöllinn og kvarta þar. Hvar sem mér gefst tækifæri til að sýna vandlætingu mína með því að birtast þar ætla ég að mæta.

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 17:14

11 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Við erum þá  alveg sammála svona í grunninn.

Hörður Torfa hefur alltíð verið minn maður og mínir menn mega alveg  gera mistök ,og mínir menn mega líka vera ósammála mér bara ef þeir viðurkenna mistökin og leiðrétta.

Margir hafa látið andstyggilegar glósur falla vegna þess að ég hef staðið vörð um mína heill, og þína, með þér og öllum hinum fórnfúsu sálum sem mættu á Útifundina á Austurvelli,en ég hef bara sagt því sama fólki að það hafi ekkert vantað þann daginn á Völlinn annað en það sjálft.

En enginn skal fá mig til að fallast á að það hafi verið tímabært að fagna.Nei

Það verður bráð nauðsynlegt að fara á Full swing mjög fljótt,og við munum sjá að þegar talið verður upp úr kjörkössunum,hefur ekkert breyst.

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Hlédís

Undirritaðri þykja kraftaverkakröfur gerast allháværar! 3 - þrjár vikur hefur nýja stjórnin haft til að þrífa aðeins í rústunum og undirbúa uppbyggingu. Seðlabankafrumvarpið virðist komið nálægt höfn í málþófs-andbyr! margt fleira hefur verið gert og byrjað á.  . Samstöðufundir eru góðir fyrir þá sem þangað sækja styrk.

Hlédís, 21.2.2009 kl. 17:39

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að fólk eigi að átta sig á því að það eru þessir fundir sem hafa komið af stað breytingum í þjóðfélaginu.  Þó svo að fyrstu hindrunum til umbóta hafi verið rutt úr vegi, þá þarf að taka á mörgum öðrum málum.  Þeir sem voru á fundinum heyrðu að Raddir fólksins hafa tekið upp í ný markmið, m.a. afnám verðtryggingar og að taka eigur auðmanna eignarnámi.

Marinó G. Njálsson, 21.2.2009 kl. 18:29

14 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Hilmar Þór

Raddir fólksins auglýstu þennan fund í fjölmiðlum og notuðu nafnið .Sigurhátíð..

Ef þú villt hafa það sem sannast reynist þá taktu þessu..

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 19:00

15 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

OK komið þessari leiðréttingu þá á framfæri það er aldrei of seint.

Sjálfur hringdi ég strax í Hörð þegar ég heyrði hvernig þetta hljómaði,og hann lofaði mér og hann lofaði fleirum sem hringdu að leiðrétta þetta á óyggjandi hátt við byrjun fundarins en hann gerði það ekki.

Það voru mikil vonbrigði.Mikil vonbrigði..

Áfangasigrar eru engir sigrar.

Annað hvort getur hesturinn stokkið yfir girðinguna eða ekki..

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 19:21

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hilmar þarf væntanlega ekki að koma leiðréttingu á framfæri... þú ert bara að misskilja Gunnar ;)

Áfangasigur er áfangasigur og allt í þessu fína lagi að njóta hans.

Sjáumst næsta laugardag á Austurvelli Gunnar ;)

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 19:26

17 identicon

Ég staðfesti þetta því ég átti persónulegt samtal við Hörð

Þið verðið að átta ykkur á því að þetta voru mistök, að lýsa yfir einhverjum sigri.

Og ég ætlast til þess að Hörður sjái að sér og viðurkenni þau. Menn sem mæla fyrir siðbót verða að stand undir þeim kröfum sem ætlast er af öðrum.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:34

18 Smámynd: Hlédís

Segi eins og Heiða: Áfangasigur ER sigur!  það liggur meira að segja í orðinu!

"Raddirnar" áttu kannski að auglýsa Áfangasigurhátíð! 

Hvað segið þið annars um skeggið á keisaranum ;)

Hlédís, 21.2.2009 kl. 19:41

19 identicon

Hér er fólk ósammála um hvað er sigur og hvað er áfangasigur. Ég hef því miður ekki séð neinn sígur í þessari byltingu. Eina sem hefur BREYST er að stjórn fjármálaeftirlitsins er farinn frá. Annað hefur ekki breyst, jú að vísu er sjálfstæðisflokkurinn  farinn frá. en ég hef ekki séð neitt betra eftir það.

Heiða B. Heiðars! ég er mjög hissa á að sjá hvernig þú gengur hér fram með hálfgerðan skæting, vegna þessa að Gunnar er ekki sammála þinum byltingarleiðum. Ég hef það frá fyrstu hendi að Gunnar er trúr byltingunni og mun  mæta fyrstur manna til að mótmæla ástandinu hvar sem er. Hann er að lýsa sinni skoðun á þessum fundum á Austurvelli og HANN MÁ ÞAÐ. Alveg eins og þú mátt segja allt það sem þér dettur í hug á þinni síðu og ekki er allt sem þú setur þar fram að mati allra. En aldrei hef ég séð aðila sem er sammála þér í grunni heimta að þú takir viðkomandi færslu út. Þú átt að skammast þín fyrir þína aðför hér á þessum vef.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:46

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi góði vertu ekki að þessu tuði Þórður....skrifa það sem mér sýnist hérna og Gunnar er fullfær um að setja ofan í við mig ef honum mislíkar það... Og ég skammast mín ekki baun

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 19:51

21 identicon

Eina manneskjan sem tuðar hér ert þú Heiða.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 19:53

22 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Noh...það er aldeilis að ég hef áhrif... Hér er fullt af fólki að kommenta og ég sú eina sem er að tuða! Taktu nú athyglina aðeins af mér og dreifðu henni ;)

Heiða B. Heiðars, 21.2.2009 kl. 20:08

23 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Marinó breyting er ekki jafnt og sigur.

Hlédís G .Við erum að deila um keisarans skegg og það er bara alveg indælt,engin ástæða til annars en njóta þess.

Doddi hjálp þín í þessum ójafna leik er ómetanleg,og málefnaleg eins og við mátti búast,ég hef nú ekki séð öllu drengilegri átök þar sem hlut að eigandi "vega hvern annan í mesta bróðerni"eins og segir í Grettissögu.

FME fór frá en annað hefur ekki skeð,svo er japlað við DO um hvort hann geti hugsað sér að fara ,sem hann að sjálfsögðu vill ekki.Annað er bara í skötulíki og að skrafa um að Stjórnin sé bara þriggja vikna gömul er ekki til neins því að:

Það er tvennt sem Íslenska þjóðin á ekkert af:  Tími og Peningar

Þar af leiðir að þrjár vikur er langur tími. 

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 20:15

24 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Svo gengur ósköp illa með Stjórnlaga þingið því að þingheimur vill ekkert af neinu Stjórnlaga þingi vita og tefur það endalaust eins og alltaf þegar einhverjar tillögur um breytingar við Stjórnarskrá hafa skotið upp kollinum.

Eflaust eru margir búnir að gleyma meðferðinni á Vilmundi heitnum Gylfa en ekki ég .

Þar fór mikill hugsjóna og sannleiks elskandi maður allt of snemma fyri ætternisstapann.

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 20:22

25 Smámynd: Hlédís

Satt segirðu, Gunnar. Við megum ekki gleyma Vilmundi.

Hlédís, 21.2.2009 kl. 20:34

26 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Að sýna  samstöðu, er allt annað en að,

STANDA SAMAN.

Annað er frasi hitt er verknaður

Næst ætla ég að blogga um heyskapar horfur á Suðurlandi en ekki um Raddir fólksins

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 21:24

27 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það sem ég les út úr þessum skoðanaskiptum hér að ofan er að þið eruð öll sammála um að enn er full ástæða til að mótmæla Ég fanga því vegna þess að mér finnst það aðalatriðið! Ég tek undir það sem Marinó segir hér að ofan með svolítið breyttri áherslu: að samstaðan sem hefur myndast meðal mótmælenda „hafa komið af stað breytingum í þjóðfélaginu.“

Þess vegna hvet ég ykkur til að leysa úr því litla sem ykkur greinir á um hér fyrir næsta laugardag og mæta öll! Og hver veit nema ég fái tækifæri til að vera þar líka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 21:26

28 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gunnar er greinilega húmoristi

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.2.2009 kl. 21:26

29 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Það er alveg rétt við erum öll sammála. Bara spurning um áherslur.

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 21:31

30 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Já hann er það,hann Gunnar Loksins var einhver sem kom auga á kostinn minn

Gunnar Þór Ólafsson, 21.2.2009 kl. 21:31

31 identicon

Gunni ég er búinn að rýna í garnir og það eru góðar heyskapar horfur hér á Suðurlandi.

Á þessum vef eru upphrópanir á upphrópanir ofna, ljóst er að breytingar á ekki að gera breytinganna vegna, tilgangur verður að helga hvert meðal. 

Ég gat vel sýnt samstöðu fram að því að lýst var yfir sigri, þá átti ég ekki samleið lengur með þessum fíflahætti sem þessar raddir hafa endurspeglað. 

En svo ekki verður um villst þá ert þú Gunnar húmoristi mikill og framvegis verður þetta um heyskap og landnámshænur þe. bloggið hjá þér.

Svo má gjarnan koma ein og ein saga um hljómsveit allra tíma.  Minni alla að ganga til kirkju á morgun.

Konur til hamingju með morgundaginn án ykkar væri lífið lítils virði

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 22:31

32 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nefnið eitt bara eitt dæmi sem svokölluð nýja stjórnin hefur gert. Ég hef ekki fundið neitt. Svo má ekki gleyma að í nýju stjórninni er samfylkingin  sem var í gömlu stjórninni.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.2.2009 kl. 00:12

33 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stórir áfangar hafa náðst með atbeina Radda fólksins. Það er ekkert undarlegt við það að vinstri menn fagni stjórnarslitunum umfram hægri menn. Allar þessar manngerðu hörmungar sem dundu á þjóðinni á haustdögum voru nefnilega af völdum hinnar glórulausu markaðstrúar hægri manna sem sátu eftir ráðvana í afneitun. Minntu helst á graðhest í merahópi sem hafði vankast af höfuðhöggi og hafði gleymt til hvers merarnar ætluðust af honum. Ekkert mátti gera. ekkert mátti rannsaka vegna þess að einkavinir voru í öllum aðalhlutverkum og Kjartan Gunnarsson meira að segja í bankaráði Landsbankans. Einmitt þar sem mesti skíturinn hafði safnast fyrir.

Starfsstjórnin hefur sett ýmsa gagnlega starfsemi í gang og hefur í mörgu sýnt það að hún skilur að mestu þá mikilvægu staðreynd að stjórnvöldum er nú að nokkru leyti ætlað að vinna fremur fyrir fólk en umsýslutitti peninga.

En vissulega hefur þjóðin engu gleymt af svefndrunga Samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins og þó öllu síst vingjarnlegu ávarpi formannsins:

"Þú ert ekki þjóðin!"

Og sannarlega vil ég samsinna ykkur Gunnar og Vilbogi í því að Samfylkingin var ekki lausnin sem við höfum kallað eftir á Austurvelli. En ég reyni að horfa fram hjá aðild þessara garma að skammlífri starfsstjórn á meðan þeir gera okkur ekki mikið til bölvunar.

Höldum vöku og látum ekki gelda okkur í meðvitundarleysi. Kannski þurfum við að rífast mátulega til að sofna ekki.

Og- Áfram Heiða, láttu þessa andskota hafaða! 

Árni Gunnarsson, 22.2.2009 kl. 01:10

34 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Alltaf tekst Árna að blása dásamlegu lífi í alla umræðu með skeleggu innleggi og hnyttnum myndlíkingum Ekki síst skemmtileg tilgáta hans um það að við þurfum kannski að rífast til að sofna ekki!

Mér sýnist hún vera þvílík viðleitnin í þá átt að svæfa okkur andófsliðið til að við þurfum að hafa okkur öll við til að viðhalda vöku okkar. Svona hressandi rökræður eins og hér að ofan eru svo sannarlega til þess fallnar að svipta af okkur svefndrunganum. Ekki skemmir heldur fyrir þegar svona afbragðshúmoristar eins og Heiða og Gunnar stýra þeim! Ég veit reyndar ekki alveg með Gunnar en Heiða er með þeim skemmtilegri sem ég hef kynnst!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.2.2009 kl. 01:41

35 identicon

Því get ég lofað að, ef Heiðu og Gunnari væri gefinn laus taumur í rökræðueinvígi yrði það hin mesta skemmtun, og það er líka laukrétt hjá Árna að ekki megum við sofna, og fátt er betra til þess falli að halda sér vakandi en hreinskiptar rökræður.

Það má heldur ekki gera lítið úr því að um það bil á sama tíma og breiðfylking var að myndast, og það þvert á alla pólitík var lýst yfir sigri, þetta var mér sem og mörgum öðrum sem tipla á línu hægri og vinstri" stóra táin hægramegin" misboðið. 

Okkur var farið að takast það ómögulega, og það var að ná hörðustu íhaldsmönnum að þessari breiðfylkingu, samstaða er það sem þarf, hún næst ekki nema öllum sé gert jafnt til hæfis.

Menn verða að sjá sín mistök, viðurkenna þau og biðjast afsökunar, og þannig ná aftur saman breiðfylkingu, ef það var ástæða til að mótmæla, þá er hún enn til staðar og ríkari sem aldrei fyrr.

Það er ástæða fyrir mun mun mun fleiri en þessa 300 sem voru i dag til að mótmæla.

Munið "Sameinuð stöndum vér".

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 02:08

36 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Erum við í alvöru að rífast um "áfangasigur" og "sigur"?

Við virðumst amk vera sammála um að breytinga var þörf.... og þörfin vex fremur en hitt. En eins og Árni segir...ég get lifað með þessari stjórn af því að ég veit að hún er bráðabirgðastjórn. Helst af öllu hefði ég viljað þjóðstjórn eða utanþingsstjórn.

Við verðum að sýna samstöðu. Og þá er algjörlega bannað að tala niður öll þau mótmæli sem efnt er til. Og ég mun vakta bloggsíðuna þína Gunnar og sparka í sköflunginn á þér ef þú gerir þetta aftur :)

Sjáumst á laugardaginn :)

Heiða B. Heiðars, 22.2.2009 kl. 13:07

37 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Sæl aftur öll sömul.

Nóbelsskáldið segir einhvern vegin á þessa leið í bókum sínum.

Það hressir að missa móður sína .

Það má til sanns vegar færa,það efldi okkur öll sem einhverja vitræna hugsun höfum, að missa trúna á ríkjandi stjórnvöld og allar þær klíkur sem þar eru og hafa verið,bæði hægra og vinstra megin.Það varð til þess að við lýðurinn risum upp og tókum til okkar ráða sum afgerandi aðrir að hliðarlínum,þessi ráð sem við tókum til urðu til þess að stórir flokkar mættu á Austurvöll alla laugardaga og það varð að seinustu að sið eða venju hjá mér og mörgum fleirum,sem lýsti sé í að það var farin sama leiðin í bæinn á laugardögum og jafnvel urðu sömu sætin fyrir valinu þar sem stansað var og beðið eftir að klukkan yrði þrjú.

Það var ekki átakalaust fyrir suma félaga mína að mæta svona fyrst vegna staðsetningu þeirra hægramegin við miðlínu en að lokum vógu þyngra umhyggjan fyrir sér og sínum,en hollustan við gegn sýrðan hægriflokk sem hafði öðru sinni á Lýðveldistímanum unnið stórkostleg skemmdarverk á Íslenskri þjóð og leitt hana langleiðina til heljar.Allt var og er það nú gert í "góðri trú og fyrir Flokkinn".

Þess vegna var átakanlegt að upplifa þessi mistök á sínum tíma, og fá ekki smá leiðréttingu fyrr en nú löngu seinna.

Um það snýst þessi grein mín Heiða mín kær.

Bara þetta og ekkert annað.

Ég er alveg sammála þér og öllum hinum um þetta allt nema þessi yfirlýsing um ,"Sigurinn" var afleit..

Eins og ég hef látið getið einhvers staðar ertu með þeim eldheitustu hugsjóna manneskjum norðan Suðurpóls ,og þess vegna er ég tilbúinn að fylgja þér í þessum málum alla leið,-en engar yfirlýsingar á leiðinni:.

Enn vil ég benda á að: Það regin munur á að sýna samstöðu, eða standa saman.það gerum við Heiða við stöndum saman í þessu máli

Gunnar Þór Ólafsson, 22.2.2009 kl. 16:17

38 Smámynd: ThoR-E

Að VG komust í ríkisstjórn er náttúrulega stjórslys ... en fyrst þetta er til bráðabirgða að þá sleppur það.

Nr. 1 2 og 3 var að koma Sjálfstæðis spillingarbákninu frá. Flokkur sem hafði stjórnað landinu í næstum tuttugu ár og með stefnu sinni keyrt landið á hliðina.

Búnir að koma flokksgæðingum sínum i dómstóla og aðrar stofnanir ... þetta þurfti að stöðva .. og sé ég ekkert að því að fagna því að þessir spilltu pólítíkusar séu farnir úr ríkisstjórn.

Ég hef samt sem áður miklar áhyggjur af því að Íslendingar kjósi Sjálfstæðisflokkinn og verði til þess að þeir komist aftur í ríkisstjórn ...  ef það gerist að þá flyt ég land.

Ef Íslendingar ætla að gerast sekir um slíkt .. að þá hef ég ekkert að gera í þessu landi.

Setjum x við F í næstu kosningum ...

ThoR-E, 23.2.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband