Færsluflokkur: Dægurmál
19.10.2008 | 16:49
Þjóðareinkenni
Einn góður kunningi í bankanum spurði hvort ég þekkti grundvallarmuninn á hugsunarhætti Íslendinga og annarra Evrópuþjóða,þegar honum fannst ég hafa velt vöngum nógu lengi svaraði hann því sjálfur..
Sko sjáðu til sagði hann,Evrópubúar t.d. Þjóðverja segja"Ástandið í peningamálum okkar hér á meginlandinu er grafalvarlegt--en kannski ekki vonlaust "
Íslendingar segja
"Ástandið hér er alveg vonlaust ,en ekki svo alvarlegt"
Þetta viðhorf sagði þessi kunningi minn að mundi fleyta okkur langt á næstu misserum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 20:20
Allt nýtt
Nú þegar hafa verið stofnaðir Nýi Landsbanki og Nýi Glitnir og senn kemur að Nýa Kaupþing þá er bara eftir að skipta um kennitölu á Íslenska ríkinu þ.e." Nýa Ísland" til að losna undan öllum þessum ofur eftirlaunaréttindum allra þessara misvitru þingmann,og embættismenn ,þessi aðgerð er í raun algerlega óhjákvæmileg með öllu,það er ekki ásættanlegt fyrir íslenska þjóð ,eða það sem eftir verður af henni að þurfa að draga þann þunga vagn upp brekkuna með þennan hluta af yfirstéttinni horfandi á ..
En tilefnið að þessum skrifum er það að þegar þessar kennitölur eru allar komnar þá vantar alve klárlega Þjóðsöng í stað þess gamla,og legg ég til að fyrir valinu verði "Söngur villiandarinnar"
Textinn er vel við hæfi, eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 21:45
Enn og aftur
Borgarbúar það reynir á þolrifin núna að standa af sér þennan háalvarlega en um leið grátbroslega hringakstur fulltrúanna í Borgarstjórn ,það getur ekki heppnast hjá Óskari Bergssyni að koma böndum á egóið hjá borgarfulltrúunum hinum hvar sem þeir standa svona í augnablikinu,D eða VG eða Sambó, það er bara ekki hægt.
Sjáið t.d. varamann hans ætlar ekki að styðja,íhugar að segja sig úr framsókn,framsókn er svo lítill flokkur að það væri dónaskapur að skrifa nafnið með stórum staf.Hvaða pólitískir asnar eru eiginlega kjörnir,þú ert annað hvort með einhverjum málum eða á móti ,og ef þú ert á móti því sem flokkurinn er að gera þá bara hættir þú,því það kemur náttúrulega ekki til greina að beygja sig undir flokksvaldið,en svo er það spurningin um heppnu furðufuglana í prófkjörum að þeir detta oft inná sæti sem þeir ráða ekki við.
Kjósendur í Reykjavík
Veitið umbjóðendum ykkar nú full og krefjandi aðhald svo þeir geti ekki bara bullað á milli útborgunardaga heldur verði að púla og umfram allt standa við orð sín,ekki bara sumt heldur allt,eins og Form sveitarstjórnarm benti á "það er enginn meiri og minnihlutar í sveitarstjórnum" heldur er valið í stjórnir fyrir heildina og þessi mál eru ekki svo flókin að það sé hægt að hafa fimmtán ólíkar skoðanir á þeim.
Mætið á pallana í Ráðhúsinu alla daga og látið þessar sprelligeitur vinna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar