30.5.2010 | 22:39
Guðmundur Steingrímsson fer mikinn.
Á RÚV nú í dag segir Guðmundur Steingrímsson "Formanninum hefur mistekist".Það er ansi hart af þeim þingmanninum sem hvað máttlausastur hefur verið og svo sérkennilega þenkjandi,að maður hefur sperrt eyrum og spurt sig.Er hann enn í Samfylkingunni.En svo er nú ekki því miður.
Of harkaleg vinnubrögð,og snörp stjórnarandstaða.
Ef þetta eru skoðanir Guðmundar er næsta víst að hann er ekki í sambandi við sína þjóð,enda skringilegt að velta fyrir sér með hverjum hann stendur og hver sendir hann.
Þar sem hann er Evrópusinni og jafnvel fylgjandi Stjórninni í Icesave málinu,verandi þingmaður í stóru landbúnaðar og fiskveiði kjördæmi.
Það skyldi þó ekki vera að gamli formaðurinn Halldór Ásgrímsson sé með hann í taumi og leggi línurnar.
Þessi hugrenning er eftir vill ekki svo langt frá lagi.Því hvernig sem farið hefði í Rvk,hefði þessi þingmaður sagt það veikleikamerki hjá Formanni Framsóknarflokksins.Hversvegna var Óskar Bergsson settur af og óþekktur maður,nema hjá eldri "yfirmönnum" flokksins settur inn í staðinn?Hvaðan kom sú hugmynd.Örugglega ekki frá Formanninum.Að vera að reka rýtinga í bak samflokksmanna,á að vera liðin tíð í Framsókn.
Sigmundur Davíð,þú ert á réttri braut.Haltu þínu striki.Og þá kemur fylgið.
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.