31.10.2008 | 21:17
Það er nú svo
Það er svo auðvelt að hrópa og æpa og heimta að blóð renni,aftökur,afsagnir og svo framvegis
Á meðan við höfum ekki breytt reglunum þá fáum við bara aðra pappakassa í brúnna,ekkert skárri og jafnvel enn verri,þó það ætti nú að vera tæknilega útilokað,hver vill svona í alvörunni fá einhvern úr VG í forsætis,eða viljum við það? eða kannski Jón Magg,að ég tali nú ekki um Guðna....
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leyta í fari annars manns
heldur kafa aðeins dýpra
eftir bestu kostum hans
geymdu ekki góðum vini
gjafir þínar í dánarkrans..
Þetta er vert að hafa í huga núna,þegar sverfir að,og lýðurinn vill hengja einhvern bara til að hefna sín.
Svo endurtek ég enn einu sinni.
Þingmenn og aðrir landsfeður og mæður
Hættið að tala svona niður til okkar og skvaldra um að allir séu á sama bát og allt það,
Hannes H og Pétur Blöndal hafa báðir sagt núna á þessum sólahring annar í Kastl og hinn hjá Arnþrúði"Járnþrúði",að það komi ekkert fyrir starfsmenn Ríkis og bæja,þar séu allir öryggir um störf sín. Þá vitum við það,það er ekki meiningin að hrófla við neinum þar.Annars sagi HH áðan að hann væri alveg til í að lækka sín laun um 10% Hlutfallslega er það ekkert í líkingu við fórnir þeirra sem neðstir eru og fá allan skellinn án afsláttar.
Því segi ég,enn og aftur:....... Hættið að tala niður til almennings,og umfram allt farið að segja satt....
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, og það sem mikils er vert það kom eitthvað að viti uppúr Guðmundi Gunnars formanni rafv. þegar hann sagði í fréttu nú í kvöld að fækka um helming á þingi. Af hverju ekki það þarf að spara allstaðar. Ekki eins og þeir séu sveittir þarna niðurfrá nema ef vera kynni á sitjandanum.
Það er ekkert öruggt lengur.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.