1.11.2008 | 21:24
Hvað þá!
Í vor þegar trukkararnir voru að mótmæla og reyndu að ná eyrum stjórnvalda þá var mikill munur á viðbrögðum Samgöngumálaráðherra,hann virti "þennan skríl"þó viðlits og sat einn eða tvo fundi með sendinefnd bílstjóranna,en Fjármálaráðherra var ekki eins ljúfur enda vel studdur af Forsætis sem kallaði mótmælendur öllum illum nöfnum og voru þeir báðir frekar ólíðræðislegir í allri sinni framgöng,og marg bentu fréttamönnum á að "ekki væri við þá að sakast heldur menn í útlöndum"síðan höfum við fengið að heyra það mjög oft endurtekið,þó tók nú steininn úr þegar sendinefnd bílstjóranna fór á fund stjórnarandstöðunnar,í allsherjarnefnd, þar mættu tveir fulltrúar frá Frjálslindum og þar með upptalið,Framsóknarmaðurinn boðaði forföll(hafði ekki áhuga)eins var um VG manninn.Þessi fundur og allt sem þar kom fram átti síðan að vera topp leyndarmál vegna þess að Frjálslyndir töldu sig geta komið fram ábendingum til nefndarinnar,allt í plati til að gera sig áhugaverða í augum mættra bílstjóra og koma því að Frjálslyndir væru þeirra menn.Ja hérna.
Þegar fyrirsátin var við Rauðavatn komu berlega í ljós stjórnunaraðferðir Íslenskra yfirvalda öllu var hleypt í bál og brand og sem mest gert úr því hættuástandi sem trukkarnir sköpuðu en enginn vildi vita að Stjórnvöld ,löggan að boðun þeirra, hélt Suðurlandsvegi lokuðum í fjóra tíma bara til að hefna sín á einum manni og þar sem hann var ekki á staðnum þá var bílinn hans stórskemmdur.
Ég rifja þetta upp svona á hundavaði vegna þess að ef Íslensk alþýða ætlar að fara að standa í mótmælum og fyrir kröfufundum ,þá er vert að hafa í huga að ef ekki eru einhverjar lausnir fundnar og nýir menn til að taka við þá kallar fólkið bara yfir sig sömu aðferðirnar það eina sem breytist er litrófið á stjórninni.Þetta þinglið hefur svo sannarlega fengið sitt tækifæri en bara misnotaði það,margoft síðan 1944.Formaður Rafiðnarins kom með góða tillögu 33 þingmenn það er alveg nóg,en á að velja þá úr gamla hópnum?.Hvað breytist þá ?ekkert nema röðin í Eldhúsdagsumræðunum.Þessu verður hver og ein að svara fyrir sig..
Ef fólk ætlar að segja A þá þarf það um leið að vera tilbúið að segja B
Ef enginn treystir sér til að veita svona hreyfingu forystu væri alveg skoðandi að fá eins og einn Frakka til að leiða hópinn,þeir eru vanir byltingu þar og hún virkaði..
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Amen á eftir efninu, en við vitum mæta vel að þetta verður aldrei svona, við Íslendingar erum eins og stór meðvirk alkafjölskylda og sannaðist það þegar fólk var tilbúið að fylkja sér á eftir steinrunnum, forgömlum, sauðdrukknum Jóni Baldvin og hans dóttur Kolfinnu ef þetta er það sem koma skal mun ég glaður svelta, og mér veitir svosem ekki af.
Fáum nokkra Franska bændur til að mótmæla og kynbæta aðeins í leiðinni og gerum svo hallarbyltingu.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.