7.12.2008 | 20:48
Ótrúverðugur flokkur,og smá um fleira
Satt best að segja er ekki fýsilegt að treysta þeim VGrænu því þar á fremsta bekk eru aðilar sem hafa látið sig hafa það að kokgleypa baráttumálin bara vegna þess að þau fengu sjálf og persónulega úrlausn sinna mála
Ég man Sigtúnshópinn og það sem hann barðist fyrir og ég man líka hverjir fóru fremstir í flokki og ég man einnig hverjir þögnuðu fyrstir og skildu okkur hin eftir í skuldafeninu sem varð til við misgengi Lánskjaravísitölunnar og Launavísitölunnar 1981-1983..
Nei við megum ekki kjósa yfir okkur svo þröngsýnan hóp eins og þar ræður ríkjum og hver man ekki eftir ráðherra tíð Steingríms J var sá ferill svo stórkostlegur Nei .
Fresta uppboðum í tvo til þrjá mánuði- maður spyr sig er þetta haft eftir lifandi nútíma manni eða er þetta vitrun??
Hverju ætli það breyti hjá þeim sem hafa fengið á sig Vísitölu uppskrúfun núna þótt það dragist í tvo mánuði að Sýslumaðurinn banki uppá og bjóði upp,? ekki nokkrum sköpuðum hlut.Fyrst ekki er hægt að afnema Lánskjaravísitöluna þá ætti þessi andlausa og sjálfumglaða Verkalýðsdreifing að krefjast þess að Launavísitalan verði sett á að fullu frá t.d. 01.jan 2008.eða svo..Þetta gæti VG sett á oddinn en ekki hjal um ekkert.
Sjálfstæðis eru hræddir við kosningar vegna þess að við þeim blasir að vera utan stjórnar á Íslandi í kannski tólf til sextá ár og til þess mega þeir ekki hugsa sem er ekki nema von því litlausir eru nú litlu strákarnir í þingflokk þeirra þrátt fyrir stjórnarsetu hvað þá ef þeir ættu nú að fara að spjara sig utanstjórnar.Nei ekki er Sjálfstæðisflokkurinn óbreyttur góður kostur ,hvernig ætti að breyta honum?
Bylta aðferðum við kjör Landsfundarfulltrúa svo einhver endurnýjun verði sem ekki lyktar af ættartengslum og þessu útþynnta hommabrag sem einkennir yngri þingmenn að Bjarna Ben undanskyldum.
Við eru í þeim vanda núna Íslendingar að það er engum að treysta ,ENGUM svo þess vegna verðum við að fá nýan og heilbrigðan valkost svo hægt sé að kjósa næst hvort það verður fyrr eða síðar.
Með öðrum orðum burt með alla þessa gjörspilltu þingmenn hvar í flokki sem þeir eru og heilvita og heilbrigt fólk inn,það þarf ekki nema svona þrjátíu og þrjá,þeir þurfa bara að vera í lagi og vinna fyrir þjóðina ekki bara fyrir sig.
Bara smá dæmi: HVAR ER EFTIRLAUNAÞINGMÁLIÐ STATT?
Það tók örfáar stundir að setja það á en mörg ár að hugsa um að afnema það
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu nú hægur. Hverjum ætlar þú að treysta þá Þessum amlóðum sem nú sitja eða þeim sem viðvöruðu. Eins og þorri íbúðaeigenda horfir undirrituð fram á tap sem nemur þreföldum árslaunum hennar vegan þessara apakatta - bara vegna misgengis vísitölu - launa og íbúðarverðs. Væri ekki í þessum sporum ef Ögmudur hefði verið fjármálaráðherra síðustu árin. Gæti verið að dekurdýrin hefðu ekki grætt nógu mikið en sama er mér.
Idda
Idda Odds, 7.12.2008 kl. 21:49
Ögmundur var formaður Sigtúnshópsins,og hljóp frá öllu andófinu þá
Lestu betur það sem ég sagi,allir 63 eru ónýtir við þurfum heilbrigt fólk,það fæst bara með allsherjar uppstokkun ef við kjósum einhverja af þessum gömlu flokkum óbreytta verðum við á sama stað fljótt aftur,.
Það er tækifæri til uppstokkunar núna sem aldrei býðst aftur við skulum ekki missa af því
Gunnar Þór Ólafsson, 7.12.2008 kl. 22:08
Gunnar maður situr hljóður og hugsar, þessi færsla er algerlega sönn og segja meira en margt langskólalanlokufroðusnakkið sem maður hefur bæði séð og heyrt undanfarið.
Þér að segja þá var ég ekki orðinn fullra 10 ára þegar þessi Sigtúnshópur var uppi þannig að það er skiljanlegt að viti ekkert um það.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.