8.12.2008 | 22:37
ASÍ
Hvernig geta forystumenn verkalýðsfélaganna látið sjá sig á almannafæri nú um stundir
Þetta eru bara hagsmunapotarar og launakrefjendur fyrir sjálfa sig.
Þeir predika signt og heilagt að ekki megi afnema Lánskjaravísitöluna vegna þess að það verði að gæta hagsmuna Lífeyrissjóðanna, hver bað Gylfa um að passa þá,er það kannski svo að hægt sé að stýra völdunum í réttar hendur til manna sem ekkert vilja með alþýðu manna hafa að gera
Gylfi og hans félagar eiga að gæta hagsmuna verkalýðsins og standa vörð um fólkið ekki stofnanir þær passa sig sjálfar eða þar um bil ,við viljum frekar fólk en stofnanir "eða hvað?"
Hiti í fólki í Háskólabíói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins og þurfa sífellt að leitast við að hafa góða ávöxtun svo féð rýrni ekki. Þetta hefur gengið misvel og dæmi eru um litla lífeyrissjóði sem hafa rýrnað mikið og hafa þessvegna þurft að skera niður lífeyrisgreiðslur (elli og örorkulífeyri) til félaga sinna.
Nú hafa lífeyrissjóðirnir tapað stórfé í hruni bankakerfisins og munu neyðast til að lækka lífeyrisgreiðslur almennt. Væri ekki réttara að samfélagið sem heild taki ábyrgð á að sjá fólki farborða sem vegna aldurs eða heilsubrests hættir að hafa tekjur. Verkalýðsformenn sem sífellt þurfa að vera að funda með fjárfestum og bankamönnum og ráðslaga um fjármagn hætta að sinna baráttu fyrir betri launum og aðaláhugamál þeirra verða aukaatriði svo sem orlofsbústaðir.
Methúsalem Þórisson, 8.12.2008 kl. 22:45
Sæll gamli kunningi
Svona persónulega hef ég óbeit á lífeyrissjóðum,sem orsakast af eftirfarandi
Veturinn 1991 var ég 1. stýrim á Guðmundi VE 29 og í febrúar mánuði einum var greiðslan til lífeyrissjóðs míns 110,000 fyrir mig ,en nokkrum misserum seinna barst mér bréf ,þar stóð:
Vegna mistaka í ávöxtun eigna lífeyrissjóðsins er inneign þín og þar af leiðandi réttindi þín 0,0
Nei minn kæri það er best að vera sinn eigin lífeyrissjóð'ur.
Gunnar Þór Ólafsson, 8.12.2008 kl. 22:53
Vertrygging inneigna og skulda er sá skattur sem við íslendingar greiðum fyrir það að vera með krónuna. Vera með örlitla mynt sem ekki stennst samanburð við aðra gjaldmiðla. Hvort sem okkur líkar það bertur eða verr, þá verðum við að taka upp aðra og sterkari mynt til að hér komist á jafnvægi á fjármálamarkaði. Besta leiðuin til þess er að við göngum inn í ESB. Þá munu gengissveiflur og óðaverðbólga heyra sögunni til. ASÍ hefur verið gagnrýnt fyrir þá samþykktsem gerð var á þingi þeirraí haust. Þar var verið að skora á stjórnvöld að sækja um aðild að ESB til þess að fá upp á borð þá kosti sem væru í stöðunni gagnvart okkur Íslendingum varðandi inngöngu. Ákvörðun verður að sjálfsögðu tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki verjandi við þær aðstæður sem eru nú um stundir í samfélagi okkar, að þessi möguleiki sé ekki skoðaður í þaula.
Varðandi launakjör forkólfa Verkalýðsfélaga er það að segja að þau eru örugglega eins breytileg og félögin eru mörg. Ég hef sjálf gengt starfi formanns í slíku félagi og það er gríðarlega mikil ábyrgð og álag sem því fylgir.
Mín laun voru ekki hærri en minna félagsmanna í sambærilegu starfi með svipaðann lífaldur.
Forseti ASÍ hlýtur að eiga rétt á góðum launum, þar sem áreyti er mikið og ábyrgð sömuleiðis.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2008 kl. 22:55
Er sú ábyrgð hjá Gylfa í samræmi við ábyrgð bankamanna?
Þakka annars greinagott innlegg og málefnalegt ,en þetta með ESB þarverður þessi örþjóð að gæta sín en það er alveg óhaætt að ræða umsókn og sjá hvað fæst og hvað tapast
Gunnar Þór Ólafsson, 8.12.2008 kl. 23:01
Ég held að í þessu öllu saman sé krónan eða ESB eða ekki aukaatriði, er ekki hægt að tryggja launin með launavístölu þannig að þau hækki þá í samræmi við skuldir okkar. Heitir það ekki jafnvægi? Var þetta ekki verkefni Sigtúnshópsins á sínum tíma, rétt eftir að ég hætti að míga í bleyju?
Var ekki lánskjaravísitalna og launavísitala setti í sömu andránni og talið lykilatriði að þetta tvennt færir saman. Og las ég ekki að helv... karlinn hann Ögmundur hafi farið fremstur í flokki þess er kenndur er við Sigtún þegar þetta var slitið í sundir?
Íslendingar eru að ganga sér til húðar það er verið hægt og bítandi að útríma okkur fyrir innan við 100 hrægamma sem allt vilja gleypa.
Ég get ekki skilið að fólk skuli verja þessa andskotans verkalýðsforystu og Gylfa formann ASÍ þetta er gerspillt ofurlauna pakk.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:21
Ég tek undir að við viljum hagsmuni fólks í fyrirrúmi ekki stofnana!
Það kom líka fram á fundinum í Háskólabíói áðan að launakjör formanna í verkalýðshreyfingunni eru mismunandi eins og fram kemur hjá Hólmfríði. Formaður Sjúkraliðafélagsins, Rafiðnaðarsambandsins og Eflingar eru í samræmi við þeirra fólk. Forystumenn verkalýðsfélaga verða að vera hugsjónamenn/konur og deila kjörum með sínu fólki. Ef Gylfi vill hagfræðingalaun þá á hann að starfa sem hagfræðingur ASÍ en ekki forseti. Ögmundur ætti að vita allt um Sigtúnshópinn.
Jónína Óskarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:42
Þakka innlegg
Mér er sagt af fólki sem var á fundinum að þó nokkrir hafi yfirgefið salinn til að sýna Gylfa andúð.
Alþýðufólk ekkert kemur sjálfkrafa uppí hendur okkar ef við berjumst ekki hvert og eitt skeður ekkert ...takið eftir --EKKERT..
Við höfum stein sofið en nú vöknuðum við við þennan vonda draum
Gunnar Þór Ólafsson, 9.12.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.