12.12.2008 | 17:35
Mikil rannsókn, mikil framsókn ,engin saksókan?,- eða hvað
Fyrir skömmu rifjaðist upp fyrir mér saga sem sögð er gerast á Bannárunum.en þá var öll sala á áfengi bönnuð
Björn Blöndal hét vaskast leitarsmali dómsmálaráðherra í vínleitarmálum,fór hann vítt um héruð og fín leitaði allt landið hátt og lágt ,á hverjum bæ í hverju husi og gekk svo árum saman
Eitt sinn kom Blöndal á Húsavík og tjáði Sýslumanni að nú skyldi leitað í Þingeyjarsýslum sem aldrei fyrr.
Leist Sýslumanni ekki nema svona miðlungs vel á það því hann vissi að það var bruggað á flestum bæjum og það var svo sem algengt um allt land,nú voru góð ráð dýr
Eftir allnokkra umhugsun sagði hinn vaski embættismaður þeirra Þingeyinga.
Þetta er mikið gott hjá þér Blöndal minn "en ætli það sé ekki best að við fá hvern og einn til að leita heima hjá sér það er lang hentugast".
Ekki fylgir sögunni um hvað Blöndal fannst en Sýslumaður réð ferðinni,enda æðstur manna í héraði
Samstaða um rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og í framhaldi af þessu: Eitt sinn kom Blöndal þefari óvænt í heimsókn til sýslumanns. Sá síðarnefndi hafði nokkrar áhyggjur af góðvini sínum, rosknum trillukarli og bláfátækum sem hann hafði grunaðan um að hafa gleymt ströngustu umgengnisreglum við regluverk réttvísinnar alsjáandi. Hann brá við og kallaði ungan son sinn til og bað hann um að skjótast til hans Sigurðar og biðja hann frá sér um svona fimm spyrðubönd af signum fiski. Hann Blöndal væri í heimsókn og honum þætti svo óskaplega góður siginn fiskur! Þessa sögu þarf ekki að rekja lengra. Öðru sinni var -líklega -sami Sigurður staðinn að verki af æðarbónda í nágrenninu sem sá gamla manninn laumast með nýskotna æðarkollu heim til sín í kotið. Þetta kærði hann auðvitað og sýslumaður varð að rétta í málinu og dæma voðamanninn í málamyndasekt auk þess sem skotvopnið var gert upptækt. Ekki var þessi niðurstaða sýslumanni ljúf, né heldur mörgum vinum gamla mannsins. Einn þeirra setti undir lekann með því að gefa Sigurði gamlan og ónýtan byssuhólk til að skila sýslumanni. Sýslumaður tók við byssunni með nokkrum tortryggnisvip. "Þér hafið ekki skotið þessa æðarkollu nýlega Sigurður minn," mælti hann loks með daufu glotti. Málið var dautt.
Það mál sem hér um ræðir er hinsvegar stærra í sniðum og þar eiga ekki hlut að bláfátækir trillukarlar. Þess vegna er mér nokkuð í hug með að sú rannsókn sem nú loks er undirbúin af Alþingi hljóti skilvirkari afgreiðslu en mál bruggara á Húsavík á fyrri hluta síðustu aldar. Mér er minnisstætt hversu margir pólitíkusar hafa notað orðalagið "að velta við hverjum steini." Síðast man ég eftir barninu úr Samfylkingunni sem situr í sæti aðstoðarflugstjóra í Samfylkingarþotunni. Hann notaði þetta orðalag í Silfri Egils fyrir mánuði eða svo. Nú óttast ég það helst að þetta mál verði þæft í kerfinu þar til velta þarf við níðþungum legsteinum frá Steinsmiðju S,H. í Kópavogi. Nefnilega að meintir sakamenn verði þá löngu dauðir úr elli. Spurning hvort sú rannsókn og það líkamlega erfiði sem henni þá fylgir óhjákvæmilega, muni nokkru skila.
Árni Gunnarsson, 12.12.2008 kl. 19:53
Það sem finnst skelfilegast af þessu öllu saman er að mannahallærið og vangetan hjá Þingheimi öllum er með slíkum eindæmum að maður fagnar því að Jónína Ben sé að hugleiða framboð.
En þetta með að velta við hverjum steini mig hryllir víð þessari frasa notkun svona eins og allir séu á sama báti
Ég veit það bara eitt að ég er ekki á sama báti og Ingibjörg eða Geir og verð aldrei,mín afkoma ákvarðast af framboði og eftir spurn þeirra áhvarðast bara af framboði
Gunnar Þór Ólafsson, 12.12.2008 kl. 20:19
Já drengir þetta er því miður sá veruleiki sem við búum við því miður, og það sem er enn alvarlegra er það að við látum bjóða okkur þetta. Og góð lýsing Gunni á því að maður fagni komu Jónínu. Þetta er svipað og þegar að vinur minn sagðist ætla að senda vardekkið að bifreið sinni í framboð
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:03
Hann sagði að hann sendi frekar varadekkið í framboð.
Það er nauðsynlgt að hafa orðrétt eftir orðvörum mönnum
Gunnar Þór Ólafsson, 12.12.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.