Orna sér við olíutunnur

Öll höfum við séð þessu bregða fyrir í myndum frá götum fátækrahverfa stórborganna og öll erum við þess albúin að þvertaka fyrir að svona geti gerst hér.

En þetta hefur verið að gerast hér í góðærinu hvað þá þegar sverfa fer að í þessa giftulausa landi okkar.

Síðast í dag sá ég bregða fyrir fólki á gangi sem alþjóð veit að eiga hvergi höfði sínu að að halla og óttast ég að það verði fleiri sem orna sér við lítil efni ,þegar allra  hjálparaðgerða háttvirtrar Ríkisstjórnar fer að gæta fyrir alvöru.

Útgerðar kótakóngar nútímans verða ekki sömu rausnarmenn og Thor Jensen sem  sendi togara á sjó og setti upp eldhús fyrir hjálparvana og hungrað fólk

Það eru innan við hundrað ár síðan það gerðist nánar tiltekið 1918 ,svo gætum okkar og stöndum saman


mbl.is Fólk á ekki fyrir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já gæðum þessa lands hefur verið misskipt, en mig hryllir við þeirri tilhugsun að það verði ekki neitt til skiptana og því miður styttist í það og ríkistjórnin vinnur að því hörðum höndum að berja allt úr höndum okkar með þessu glórulausu aðgerðum sem spenna upp vísitölur og lánin sem nú þegar eru langt umfram eignir megin þorra fólks.

Þetta getur ekki gengið og hvernig getur þetta miskunnarlausa fólk blint af sjálfselsku og eiginhagsmunum fengið að sitja við stjórnvölin lengur, hvers eigum við að gjalda skattgreiðendur þessa lands, við sem erum að baslast við að ala af okkur skattgreiðendur? 

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það eru kvíðvænlegir tímar framundan, svo sannarlega.

Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:25

3 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Hún var táknræn tunnaneð eldinum , sem var sett upp við Alþingishúsið á Útifundinum

Gunnar Þór Ólafsson, 13.12.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband