21.1.2009 | 22:36
Ekki vera of viss
Það er ekki sjálfgefið að Samfylkingin hafi traust þjóðarinnar til að leiða nýja stjórn,með VG og varin af framsókn,alls ekki.
Ef mótmælin eiga að hafa tilætluð áhrif þarf stjórnin að segja af sér og utanþings stjórn með sérfræðingum sem lausir eru við vibbann að stjórna þar til kosið verður ,því annars er ver farið en heima setið.
Hugleiðum það við skulum ekki kalla yfir okkur vanhæfa vinstri stjórn í stað vanhæfrar hægri stjórnar
Samþykktu ályktun um stjórnarslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aðgerðir "innrásarvíkinganna" í Þjóðleikhúskjallarann í kvöld styðja ágætlega við þessa skoðun þína. Þeir tilkynntu, að minnsta kosti, í umboði Vinstri grænna og ef til vill fleira fólks, að kratarnir væru allir reknir. Eins og þú segir þá er álitamál hvor kosturinn er betri, vanhæf ríkisstjórn eða óhæf ríkisstjórn!
Flosi Kristjánsson, 21.1.2009 kl. 22:42
Já Flosi
Ef einhver er vanhæfur á annað borð,sem er,þá er það allur Þingheimur hvers flokkur það er og að halda því fram að VG sé stikkfrí er bara firr,firra og sögufölsun.
Nei alla út því ef við viljum Nýtt Ísland þá er það nú eða aldrei
Gunnar Þór Ólafsson, 21.1.2009 kl. 22:55
Vissulega þarf að boða til kosninga sem allra fyrst og mynda nýja risisstjórn upp úr þeim. En áður en af því verður, þarf að taka rækilega til í núverandi flokkum og stofna til NÝRRA flokka og samtaka ábyrgra manna. Í dag á Samfylkingin ekkert erindi í ríkisstjórn. Undir stjórn ISG er flokkurinn eins og skopmynd af Sjálfstæðisflokknum, eins og hann var undir stjórn DO. Sterkur formaður, kraftlaus varaformaður og skoðanalausir viðhlæjendur á þingi og í ráðherrastólum.
Nei, það þarf að taka til í Samfylkingunni til að hún sé nothæf í fríkisstjórn. Í komandi kosningum ætla ég að kjósa þann flokk, sem stillir upp ómenguðu fólki, fólki sem segir mér sannleikann eins og það sér hann hverju sinni. Engar frekari blekkingar, takk.
Kjartan Heiðberg, 21.1.2009 kl. 22:59
Ég er að reyna að segja þetta
Gunnar Þór Ólafsson, 21.1.2009 kl. 23:05
Sammála þessu Gunnar. Á morgun verður blaðamannafundur þar sem þetta verður kynnt.
Sigrún Jónsdóttir, 21.1.2009 kl. 23:25
Er það NPN og fleiri. hvenær á morgun
Gunnar Þór Ólafsson, 21.1.2009 kl. 23:29
Þetta er mikið fagnaðar efni, sem Sigrún boðar. Og gott er að vita að NPN skuli vera með því pælingar hans hljóma einkar vel.
Kjartan Heiðberg, 21.1.2009 kl. 23:35
hver eða hvað er NPN
Jón Rúnar Ipsen, 22.1.2009 kl. 06:38
Svo innilega sammála..ég er ekki búin að mótmæla úr mér lifrum og lungum bara til að fá smá hrókeringar..ég vil nýtt blóð, nýja hugmyndafræði, ný gildi og nýtt Ísland. Burt með allt þetta flokkspólitíska spillingarlið eins og það leggur sig.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 08:15
Jón Rúnar
NPN er skammstöfun notuð til styttingar á Njörður Pétursson Njarðvík.
Það er hópur af fólki að undirbúa nýjan Þjóðfund
Gunnar Þór Ólafsson, 22.1.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.