15.2.2009 | 19:02
Mikið góður Ráðherra,getur breytt vatni í vín..
Þar fengum við loksins Ráðherra sem getur breytt vatni í vín.Og mettað fimm þúsund með tveim fiskum og rétt rúmlega það.Engar áhyggjur af IMF hvað þá gæðum lyfja,eða er það öðruvísi á þeim markaði? að gæði og verð haldist í hendur?
Hvar hefur þessi snillingur verið geymdur undanfarna áratugi,hann getur bara með smá spjalli við blaðamenn að því að virðist,tekið aftur ákvarðanir fyrirrennara síns og breytt öllum hans ákvörðunum og nánast búið til peninga með sparnaði í lyfjum,,.
Því spyr ég er Ögmundur svona ofur snjall eða var Guðlaugur Þór svona arfa vitlaus.
Óbreytt starfsemi á St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hallast að því að Guðlaugur Þór sé svona arfa vitlaus.
Björgvin Gunnarsson, 15.2.2009 kl. 20:15
Ég held að við lýðurinn séum vitlaus, svo einfat er það.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:24
Ef til vill.
Að minnsta kosti fáum við þá stjórn sem við eigum skilið
Gunnar Þór Ólafsson, 15.2.2009 kl. 20:27
Lyfjakostnaður hefur verið óeðlilega hár hér á landi samanborið við nágrannalöndin. Það þýðir ekki endilega að við höfum verið að bryðja lyf með betri verkun, heldur frekar það að framleiðendur með dýrari lyfin hafa "auglýst" sig betur meðal læknanna okkar sem skrifa upp á þau.
Hvaða læknir myndi gleyma nafni á lyfi frá lyfjafyrirtæki sem bauð honum á "ráðstefnu" í Timbaktú í fyrra eða hittifyrra?
Vona að Ögmundur sé að taka á þessum þætti málsins. Guðlaugur hefði aldrei gert það.
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 21:29
Já við erum blessunarlega laus við Guðlaug úr embætti, vonandi til frambúðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.