Tími Kristins er liðinn í aldanna skaut(Hjá Frjálslyndum)

Kristinn H Gunnarsson hefur tekið þá ákvörðun að segja sig úr þingflokki Frjálslyndra og svo er nú það.

Kristinn er vandaður maður og ákveðinn ,jafnvel svo ákveðinn ,að vandræði geta skapast af þegar mikið liggur við að allir slái ögn af sínu, svo mál nái fram að ganga.
Þetta getur bæði verið kostur og líka galli ,en hvað um slíkt ,ekki skal fjölyrða um þá hlið mála heldur stilla söknuðinum í hóf og koma nú okkar ágæta Frjálslynda flokk á verulegt skrið og með mikilli málafylgju í komandi kosningum,getum við hæglega náð 10 þingmönnum því málefnin eru góð og eiga við núna sem aldrei fyrr.

Persónulega finnst mér Kristinn H Gunnarsson afbragðs þingmaður ,en mér finnst samt betra að hann sé ekki í sama stjórnmálaflokk og ég.

Ekki fyndist mér úr vegi að Þingflokkur Frjálslyndra og framkvæmdastjórn héldi kaffi samsæti fyrir Kristinn að leiðarlokum --Það dugar fjögurra manna borð-Takið eftir því


mbl.is Maður kemur í manns stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Gunnar!!!! Á hvaða pillum ert þú maður? 10 þingmönnum. Ég gæti þegið svona bjartsýnislyf ef þú att einhvern afgang.

Rannveig H, 26.2.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Rannveig mín

Þessi bjartsýni mín er án lyfjatöku,svo bíddu bara og sjáðu eða sem betra væri taktu á sveifinni með okkur og þá verða þingmennirnir kannski 11

Gunnar Þór Ólafsson, 26.2.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Rannveig H

Gunnar ég hef svo gaman af þér

Rannveig H, 26.2.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kristinn er ágætis maður.  Hann kaus að yfirgefa flokkinn og ekkert um það að segja, en ég er sammála Guðjóni það kemur maður í mannsstað.  Fjögurramanna borð Gunnar hehehehe  það dugar nú þriggja manna borð í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2009 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband