20.12.2008 | 20:26
11.Fundurinn stórkostlegur og hrífandi
Var á 11.fundi á Austurvelli í dag.Alveg yndislegt að standa þarna í þögn og hugleiða hvað apahausarnir sem voru að gægjast út um glugga Alþingis væru að samþykkja,okkur til bölvunar á einn eða annan hátt.því annars er ekki að vænta þaðan.
Það var svolítið hlægilegt að sjá þessa þingmenn sem enginn vill lengur kosið hafa eða bera ábyrgð á vera að skima út og benda hálf yfirlætislega á fólkið sem þarna stóð,og yppta öxlum rétt eins og þetta sama fólk væri allt án kosningaréttar,og skiptu þess vegna engu máli.
Þetta sást mjög vel þaðan sem ég stóð og gat ég þekkt þá alla
Þessi fundur fór vel og friðsamlega fram eins og allir hinir eins verður eftir áramótin þegar trukkarnir streyma niður á Austurvöll með svínaskítinn,eða eitthvað þaðan af verra ,það mun fara fallega fram,og kannski friðsamlega, hver veit?.
Ég er enn æva reiður vegna Geirs H þegar hann ávarpaði okkur og sat fyrir framan Íslenska fánann og sagði::
"Guð blessi Ísland".
Ísland er bara grjót jöklar og mosi .
En þjóðin er fólk þess vegna hefði hann átt að biðja þann Hæsta að blessa Íslensku þjóðina,svo var Dr Gunni að vitna í þessi ósköp í Baugsblaðinu í dag,ja svei
Þögul mótmæli á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 21:38
Stálhnefar?
Maðurinn með stálhnefana var reyfarasafna sem gefið var út fyrir á að giska fimmtíu árum og var sá kall allra manna snjallastur heiðarlegastur og prúðastur ,allir þeir sem komust í kast við lögin með ofbeldi drápum eða þjófnaði voru umsvifalaust eltir uppi og slegnir í rot með þessum frægu stálhnefum stundum gat það komið fyrir að þeir væru drepnir en þá voru þeir líka búnir að ræna banka eða eitthvað svoleiðis.
Að líkja formanni Samfylkingarinnar við þennan kappa eða réttara sagt hnefum formannsins og slagkrafti er í besta falli algjör sögufölsun,og til þess eins að reyta þær fáu fjaðrir af Siv sem hún þó hafði kannski helst fyrir það hvað það hefur lítið heyrst í henni uppa síðkastið.
En slagkraftur formanns Samfylkingarinnar beinist bara að alþýðu manna og allra helst þeim saklausu,þvert á við vinnubrögð Mannsins með stálhnefana..
Formaðurinn með stálhnefann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 20:50
Mismunandi reglur
Já misjafnar eru reglur fyrirtækja sem ekki er nema von, metnaður og trúverðugleiki og traust mishátt metinn
Svona til að taka dæmi um þennan mikla mismun þá er staðreynd að:
Ef þú villt verða bílstjóri hjá Flytjanda verður þú að vera með hreint sakavottorð,það er algert og ófrávíkjanlegt skilyrði , en viljir þú gegna háu embætti hjá Landsbanka gamla og nýja þá er allt í lagi að þú hafir hlotið dóm ..
Þetta er greinilegur munur og sennilega er siðferðið betra hjá öðru fyrirtækinu en hinu ,spurningin er bara hvoru?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 20:29
Viðbrögð ASÍ mestu vonbrygðin..
Við hverju er svo sem að búast forseti ASÍ bírókrati sem er niðurnjörvaður í hagsmunagæslu kerfiskalla og þjálfaður upp við kerfisþóknun af enn meiri kerfisköllum,nei slíkir menn eru ekki vel til forystu fallnir,enda eru viðbrögð ASÍ frá hruni og fram til þessa dags næsta þau ein að ekki megi stofna til mótmæla með forustu ASÍ því það sé ólöglegt hvað þá stofna til allsherjarverkfalla svona dag og dag til að sýna valdhöfunum aðhald..
Nei það má ekki slá á höndina sem kemur með fóðrið..
Ég spyr Gylfa Arnbjörnsson: Kom þú með eina haldbæra skýringu á hvers vegna ASÍ hefur hvergi beitt sér síðustu ellefu vikur::GYLFI HVERS VEGNA
Þessi sófastíll á að koma sjónarmiðum"ÁHERSLUM" á framfæri er handónýtur samkvæmt þessari frétt
Viðbrögð stjórnvalda vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 20:16
Svo mörg voru þau orð
Það að ætla að skipta út þeim BB og ÁM er svo sem ágætt en getur ekki talist endurbót heldur siðabót því það hefur ekkert með sóknina á næstunni að gera hver er Dómsmála og svo er Fjármála ekki sjálf sín ráðandi eftir að IMF kom að kjötkötlunum,svo er nú það.
Þetta með unglingana hennar Ingibjargar er ekkert að segja það er alveg klárt að maður sem uppvís var að mútum til að ná sæti varaformanns er ótækur í ráðherra lið kerlu.
Vonandi eru þetta bara getgátur hjá Rúv því það er miklu meira sem þarf til að þjóðin sættist við Valdhafa og svo þingheim allan,því það má ekki gleymast að allir 63 eru meira og minna inn vinklaðir eða innbundnir í hinn löggilta spillingarhóp,sem mann fram af manni hefur sölsað undir sig Ísland eftir fullveldisstofnun...
Í bókinni Falið vald eftir Jóhannes Björn er sagt að "Sósíalismi og kapítalismi eru ekki til heldur eru það einskisverð hugtök sem varpað er fram af valdhöfum fyrir lýðinn að rífast um svo þeir ,valdhafarnir, geti stjórnað í friði"
Er þetta ekki að sannast á okkur Íslendingum
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 21:09
Óeirðir í Aþenu,mannlegt eðli en samt harmleikur
Stjórnvöld verða að breyta hegðun sinni gagnvart fólkinu hér á Íslandi svo ekki fari allt á versta veg í samskiptum Alþýðunnar og yfirstéttarinnar
Gætum að og ögrum ekki meira því ef þessir kraftar losna úr læðingi er fjandinn laus og rúður brotna og eldar kvikna
Óeirðir í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2008 | 20:27
Nú sést hvort Vinstri Grænir eru menn eða mýs
VG hlýtur að gera sömu kröfu samstundis til sinna fulltrúa eins og þeir gera til embættismanna ríkisstofnana og ráðherra
Nú sést hvað er mikið kjöt utaná beinum formanns VG hvort hann lætur þennan ógæfusama borgarfulltrúa segja af sér samstundis eða ekki
Alveg eins víst er að Steingrímur Jóhann Sigfússon geri það ekki
Sendi bréf í leyfisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2008 | 20:51
Orna sér við olíutunnur
Öll höfum við séð þessu bregða fyrir í myndum frá götum fátækrahverfa stórborganna og öll erum við þess albúin að þvertaka fyrir að svona geti gerst hér.
En þetta hefur verið að gerast hér í góðærinu hvað þá þegar sverfa fer að í þessa giftulausa landi okkar.
Síðast í dag sá ég bregða fyrir fólki á gangi sem alþjóð veit að eiga hvergi höfði sínu að að halla og óttast ég að það verði fleiri sem orna sér við lítil efni ,þegar allra hjálparaðgerða háttvirtrar Ríkisstjórnar fer að gæta fyrir alvöru.
Útgerðar kótakóngar nútímans verða ekki sömu rausnarmenn og Thor Jensen sem sendi togara á sjó og setti upp eldhús fyrir hjálparvana og hungrað fólk
Það eru innan við hundrað ár síðan það gerðist nánar tiltekið 1918 ,svo gætum okkar og stöndum saman
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2008 | 17:35
Mikil rannsókn, mikil framsókn ,engin saksókan?,- eða hvað
Fyrir skömmu rifjaðist upp fyrir mér saga sem sögð er gerast á Bannárunum.en þá var öll sala á áfengi bönnuð
Björn Blöndal hét vaskast leitarsmali dómsmálaráðherra í vínleitarmálum,fór hann vítt um héruð og fín leitaði allt landið hátt og lágt ,á hverjum bæ í hverju husi og gekk svo árum saman
Eitt sinn kom Blöndal á Húsavík og tjáði Sýslumanni að nú skyldi leitað í Þingeyjarsýslum sem aldrei fyrr.
Leist Sýslumanni ekki nema svona miðlungs vel á það því hann vissi að það var bruggað á flestum bæjum og það var svo sem algengt um allt land,nú voru góð ráð dýr
Eftir allnokkra umhugsun sagði hinn vaski embættismaður þeirra Þingeyinga.
Þetta er mikið gott hjá þér Blöndal minn "en ætli það sé ekki best að við fá hvern og einn til að leita heima hjá sér það er lang hentugast".
Ekki fylgir sögunni um hvað Blöndal fannst en Sýslumaður réð ferðinni,enda æðstur manna í héraði
Samstaða um rannsóknarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2008 | 18:27
Sófaglíma um samninga
Mikið hefur þessi nýkjörni forseti ASÍ sett ofan og misst flugið hafi það þá nokkurt verið.
Hann þarf að einhenda sér i þá vinnu að skapa sér traust
Ja svei.
Þetta eru sófakommar eða "Vestrænir velmegunar sósíalistar"eins og ég kalla þetta upphitaða sófalið stundum
Endurskoðun samninga frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar