Hinn gjörspillti Framsóknarflokkur

Eitt eða tvö dæmið enn í við bót við öll hin sem fyrir finnast um gjörvalla landsbyggðina

Forsætisráðherra var varla búin að lýsa því yfir í Mannamáli hjá Sigmundi , að öll kurl væru komin til grafar en eitt stórmálið skaut upp kollinum.

Arabinn sem sagt var að hefi keypt 5% í Kaupþingi var ef til vill bar huldumaður eða þá að hann greiddi með ósýnilegum peningum,peningarnir finnast ekki,og þetta sem er vinur Ólafs í Samskipum.

Þýski bankinn sem átti að vera meðbjóðandi Ólafs í Búnaðarbankann hefur aldrei staðfest að hann hafi verið virkur í því boði merkilegt nokk,en plottið dugði til að blekkja íslenskar eftirlitsstofnanir,sem að vísu var stýrt  af Valgerði frá Lómatjörn framsóknarflokks konu,og bankamálaráðherra.

Framsóknarflokkurinn tengist bókstaflega öllum málum sem einhver ólikt er af síðustu fimmtíu árin eða eins langt aftur og ég man ,sennilega byrjaði það með grænu baununum hans Steingríms og hélt svo áfram mann fram af manni ,Klúbb málið,flugfélagið hjá Kidda Finnboga,og svo mætti lengi telja en látum staðar  numið að sinni.

Sá sem verður svo óheppinn að veljast til forustu  í þeim flokk á mikið verk fyrir höndum ef á að takast að gera framsóknarflokkinn framboðshæfan að nýu

 


mbl.is Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sýndu fundarfólki þá kurteisi að mæta,Geir Jón og Stefán

Persónulega er ég aldeilis ánægður að þessir ágætu embættismenn skyldu mæta en það var ofvaxið Dómsmála Birni Bjarnasyni.

En hann er annars nú að auglýsa á síðunni sinn að út sé komin bók eftir hann SJÁLFAN 

sem ber titilinn

Hvað er Íslandi fyrir bestu?.

Ef hann veit það hvers vegna erum við þá í þessum sporum?

Og ef hann veit það ekki sem má ráða af því að það er spurningarmerki í bókartitlinum til hvers þá að vera að gefa út bók?Ekki hlustar hann á svarið,ennþá

Maður verður að nota svona frétt til að koma smá skoti á kallinn því ekki er hægt að setja athugasemd á síðuna hans Hvílíkur kjarkur!


mbl.is Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fær rós í hnappagatið! Hún á það skilið blessunin

Hæstvirtur Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir fékk hvatningarverðlaun í dag.

Henni veitir alveg örugglega ekki af viðurkenningu og hvatningu blessaðri konunni verandi stödd  í ráðherrahóp þessarar afleitu ríkisstjórnar sem nú er við völd.

Hún ein af þessum þrettán er þess verðug  að vera ávörpu Hæstvirtur Ráðherra hinir eru blákalt sagt einskis virði ef meta á þá eftir verkum þeirra.

Þó eru sínu verstir Dómsmála,sem eflir óeirðalögguna en dregur úr framlögum til efnahagsbrotadeildar,og er ekki öruggari með sig og sinn málstað en svo  að hann er bullandi á heimasíðu sinni um menn og málefni  en þorir hvergi að koma á fundi eða í beina útsendingu frétta,lætur senda sér spurningar í rafpósti,-ja hérna.

Heilbrigðis,sem gerir allt vitlaust í málum sjúkra og aldraða,og hefur svipuð ógnandi áhrif á gamalt fólk og sjúklinga  eins og svarti dauði hafði á sínum tíma .Eða eiga aldraðir skilið að vera slitnir upp með rótum og fluttir með valdi

Fjármála,sem gerir hver læknamistökin á fætur öðrum,og hækkar svo skattana  .

Forsætis,sem hunsar alþýðu manna og sýnir alþjóð dæmalausan hroka í nánast hverju viðtali,og segir svo á gamlársdag-     "hafi mér orðið á mistök þá þykir mér það leitt"   hversvegna þennan fyrirvara hversvegna ekki einfaldlega Íslensk Þjóð, fyrirgefið:.

Enn einu sinni ætla ég að benda á að þann sjötta október þegar Geir Hilmar Haarde ávarpaði þjóðina sagði hann orð rétt:"Guð blessi Ísland" Ísland er grjót og klaki og mold þess vegna hefði mér fundist að æðsti maður þjóðarinnar hefði átt að biðja Guð um að blessa Íslensku þjóðina,það hefði verið meira við hæfi.Svo snúa fjölmiðlamenn þessu á haus aftur og aftur vegna þess að hitt bara er rangt að biðja Guð um að blessa Ísland við þessar aðstæður,en ekki þjóðina.

Utanríkis,sem telur að íslenskt fólk sé ekki þjóðin ,og lætur viðgangast eitt allsherjar bull sem birtist í forkastanlegri utanríkisþjónusta hverrar stærðar er fá heyrð í heiminum miðað við fólksfjölda.Hvað ætli hinn raunverulegi kostnaður við framboðið til Öryggisráðsins mundi nægja lengi til reksturs Sjúkrahúss Suðurlands?

Og að ég tali nú ekki um Umhverfisráðherra,sem gerir allt sem í hennar valdi er til að stöðva uppbyggingu í orkufrekum iðnaði,,konan sú er nú  bara alls ekki trúverðugur fulltrúi á Alþingi Íslendinga verandi í fararbroddi stórasta Krataflokksins en er svo á móti atvinnusköpun,en vill samt nota almannafé til leiguflugs með sig á vettvang hvítabjarnaslátrunar. 

Ég hafði næstum gleymt Menntamála hún sagði í haust að það væru spennandi tímar framundan hjá fólki og sagði líka að það væri sorglegt ef fresta yrði monthúsinu við höfnina,skítt með námsmenn það er bara fólk .

Samgöng er nú ekki sem verstur,hann bara hækkar álögur en skemmir svo sem ekkert .

Viðskipta svo sem ekki heldur hann er sennilega of góður fyrir þetta skítabrölt,sem stjórnmálin eru nú um stundir.

Þar sem ég ólst upp voru húsráðendur gegntryggir Sjálfstæðismenn og komu Bjarni Ben og Ólafur Thors oft í sveitina til skrafs og skemmtunar,svo það þarf engan að undra þótt undirritaður hafi verið býsna heitur Sjálfstæðismaður fram undir þetta, en svo andstyggilega geta stjórnvöld komið fram við okkur Íslendinga að jafnvel ég er farinn úr  stuðningsmanna sveitinni,og er það ansi erfitt þar sem mér hefur fundist Sjálfstæðisflokkurinn alveg vera kjörland fyrir Demókrata eins og mig,þó var frjálshyggjan orðin alltof ráðandi og heimtufrek  þar á bæ.

Mikið saknar maður manna eins og Einars Odds,Guðmundar J,Matta Bjarna,Davíðs Oddsonar,Jóns Baldvins og Vilmundar Gylfasonar,en við höldum þó Hæstvirtum Félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur ennþá.  Guði sé lof:

Þjóðin má fara að átta sig á því  að það passar hana enginn ef hún gerir það ekki sjálf,og ef  hver og einn stendur ekki með sjálfum sér er voðinn vís.

Mætum því öll á Austurvöll á morgun kl: 15.00 á morgun


mbl.is Jóhanna fékk Rósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert samráð við Ólaf F

Ekki finnst mér neitt furðulegt þótt kall anginn hann Ólafur F Magnússon hafi verið skilinn  útundan hann gerir fátt annað en segja fólki hvað hann sé heiðarlegur og gegnheill,þegar hann kemst í fjölmiðla,og er það sjálfsagt ekki ofmælt hjá honum,en mætti kallinn ekki hugleiða að kannski hefði ekki komið til þessa niðurskurðar unglingasmiðjanna  í sparnaðarskyni,ef hann hefði ekki keypt húsræflana Laugarveg 4-6.

 


mbl.is Ekkert samráð við F-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta fólk ekki í sama flokki ?

Í tíu fréttum sagði Þorgerður K að það yrði  að klár monthúsið við höfnina í Reykjavík ,hún segir þetta á sama tíma  og fram fara   nútíma ómagaflutningar á öldruðu og lasburða fólki ,fólki sem ruddi brautina fyrir okkur öll og þessa  ráðerra líka, finnst Þorgerði K  að fólkið eigi  skilið að vera sett í upplausn þegar öryggi ævikvöldsins ætti að vera tryggð af okkur hinum sem njótum verka þeirra.

Ég er ekki í vafa frekar fólk en montkassa..


mbl.is Svæðið stórt og samlegðaráhrifin mismikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir tökur sem taka ber alvarlega

Það er enginn vafi að sú "fjandsamlega"yfirtaka sem fór þarna fram verður ekkert einsdæmi í íslenskri pólitík á næstunni,ansi er ég hræddur um að þetta sama geti gerst í Frjálslynda flokknum  þar er mikil þreyta og sundurlyndið öllum sjáanlegt og sem dæmi um þreytuna er alveg forkastanlegt að flokkur sem er í stjórnarandstöðu skuli ekki mælast með nema 3% fylgi,sem svo aftur virðist ásættanlegt fyrir lanlúna forystu flokksins, að minnsta kosti fer forustan bara í frí og leggst í ferðalög þrátt fyrir að allar lensidælur þjóðarskútunnar séu keyrðar á útopnuðu og ólúnir menn með mikinn áhuga fyrir Íslenskri alþýðu ættu að vera á vaktinni í eigin persónu en ekki eftirláta undirmönnum slíkt. 

Það er umhugsunarvert fyrir alla flokka að hvar sem maður kemur þá berst frammistaða alþingismanna í tal og flestir sem tjá sig eru sammála um að fjórflokka kerfið sé ónothæft,og þess vegna  skiptir kannski engu hversu oft þeir bylta Framsókn,sá flokkur á sér ekki framtíð..

 


mbl.is Fjandsamleg yfirtaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fiskirí.

Mikið er gaman að frétta af góðum aflabrögðum,því það er enn sem fyrr að það eru bara þrír atvinnuvegir sem standa undir 'islensku efnahagslífi:

Sjávarútvegur,Ferðamannaþjónusta og Landbúnaður einnig svona í framhjáhlaupi Iðnaður..

Þar sem ég var sjómaður áður fyrr þá blöskraði mér þegar umræðan var komin á það stig hér á landi að menntað fólk hvað þá almúginn sögðu blákalt að bankastarfsemi væri komin langt upp fyrir aðra atvinnuvegi hvað gjaldeyrissköpun varðaði,

Við sjáum það núna hvað er mikið til í því.

Aðeins að framleiða getur skapað gjaldeyri ekkert annað:Og hana nú


mbl.is Enn eitt aflametið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er maðurinn óheppinn

Með þessu gjaldi er verið að reyna að brúa tekjutap ríkissjóðs ja herna hann reiknar með þrjúh og sextíu m á árinu 2009 svo það er um það bil milljón á dag eða hvað ..

Það þarf næsta fá sendiráð erlendis á næstu árum svo með heimköllun og lokunum þeirra mætti spara óhemju og láta veikt fólk í friði.

Sjálfstæðismenn látið veikt fólk í friði


mbl.is Standa undir gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti vor er góður,en það er Guð líka

Mikið er gaman að Ólafur Ragnar skuli ætla að færa þessar fórnir þökk sé honum.

Undirritaður getur þá verið einu sinni ánægður með Forsetann,smá stund  


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöglar hetjur

Loksins góðar fréttir,  

 

Nú þegar gamlárskvöld nálgast og sala flugelda fer að stað er vert að hafa starf þessara manna í Björgunarsveitunum í huga og styrkja þá

Þeir vinna mikið starf oft á tíðum

Guð blessi þá


mbl.is Fundust heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband