Áfram Norðlendingar

Mikið var þetta flott hjá ykkur norðanmönnum og eftirtektarvert.

Látið ekki úrtölumenn  eins og Heimir L Fjelsted hafa  áhrif á ykkur nema þá til örfunar

Svona í framhjáhlaupi:    Hvað ætli kostnaður skattgreiðenda á Höfuðborgarsvæðinu sé mikill af Strætó?

Bara svona af því að það var verið að minnast á niðurgreiðslur


mbl.is Sextán dráttarvélar á torginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ert þú ekki að bera saman gjörsamlega kolranga hluti núna ?? Landbúnaður fær 7 - 8 Milljarða styrk hvað fær strætó ?? ekki fleiri milljarða á ári . En Svo má spyrja sig eru bændur að framleiða nóg til að búið sé að bera sig Svo það komi á hreint þá er ég alls ekki að tala gegn styrkjum til bænda en það hlýtur að koma upp sú spurning hvort þörf sé á því að hver bóndi sé með á hlaðinu rúllubindi vél  . Ég naut þeirra forettinda að fá að vera í sveit þegar ég var yngri og í dalnum þar sem ég var í sveit voru 4 bóndabæir og mikil samgangur á milli en samt var baggabindi vél á hverjum bæ og á bænum sem ég var á var keypt ekki ein ný dráttarvél heldur tvær sama árið og bændurnir í kring gátu ekki verið minni menn og fóru allir út í samskonar fjárfestingar og allt sumarið stóð ein vél meira og minna á hverju bæ . í þessum dal hefði verið sniðugt fyrir bændunar að kaupa 3 vélar og samnýta þær hefð lækkar kostnað umtalsvert kom í þennan dal nokkrum áru seina og eftir var einn bær í byggð hinir höfðu gefist upp hver sem ástæðan var

Jón Rúnar Ipsen, 24.1.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Ég setti þetta nú bara svona fram vegna þess að ég var að setja út á málflutning manns sem ég tel vera strætisvagnabílstjóra ekki af neinu öðru ,bara svona til gamans.

Ég vona að þrátt fyrir hátt afurðaverð til neytenda þá verði innflutningur á landbúnaðarvörum ekki gefin frjáls vegna þess að við hér á þessari eyju verðum að vera fær um að brauðfæða okkur án utanað komandi afurða ,og ég held að það sé jafnvel stutt í að það verði.

Gunnar Þór Ólafsson, 24.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk Gunnar! Ég ætla að birta ræðu bóndans sem talaði í dag á síðunni minni þegar hann verður búinn að senda hana. Bændur er hópur sem er búið að níðast á lengi og þess vegna fagnaðarefni að rödd þeirra fái að heyrast í þessum mótmælum!

Þeir sem tala niður til bænda tala af þekkingarleysi um það sem þeir hafa takmarkaða þekkingu á. Það að stinga upp á að bændur sameinist í stórum stíl um nauðsynlegar heyvinnuvélar er svona álíka viturlega tillaga og tala um að margir vörubílstjórar sameinist um einn bíl. Þeim sem ekki vita það bendi ég á að heyskapartíminn er mjög stuttur á Íslandi og stendur yfir á sama tíma á velflestum sveitarbæjum.

Orð Heimis tel ég ekki svaraverð.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

sammál því vona að landbunaðarframleiðsla hald áfram hér en held að það verði ekki nama farið verði að hagræða í rekstri

Jón Rúnar Ipsen, 24.1.2009 kl. 22:55

5 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Rakel það verður gaman að lesa ræðuna.

Sjálfur er ég alinn upp á bóndabæ þar sem var rekinn allmikill búskapur miðað við tíma,svo ég þekki að heyskapur er ekki unninn frá 09,00-17,00.

Allt þetta tal um að allt sé svo ódýrt og gott í EU er bara bull,spyrjið þá sem eru í Evrópusambandinu.

 Það er grundvallar munur á Bandaríkjum N-Ameriku eða Evrópusambandinu hvað stjórnunarháttum  viðvíkur,og ef við verðum að verða viðhengi einhvers vegna þeirra landráða sem framin hafa verið og við náum ekki til lands þá vil ég heldur USA en EU.

Ég man að Jón Baldvin var alveg að fara á límingunum vegna íslensk landbúnaðar en ætli hann sé nú bara ekki sáttari við hann núna.

Hitt er svo annað mál að bændur margir hverjir alveg eins og vörubílstjórar eru ansi miklir Bjartar í Sumarhúsum og það hefur bæði kosti og einnig galla.

Gunnar Þór Ólafsson, 24.1.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Komin með ræðuna. Færslan verður komin inn fyrir morgundaginn... sem sagt einhvern tímann í nótt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þór Ólafsson

Höfundur er miðaldra bílstjóri sem lætur sér allt varða sem gerist í kringum hann.Mikið pólitískur og með ákveðnar skoðanir á þjóðmálum

Höfundur

Gunnar Þór Ólafsson
Gunnar Þór Ólafsson
Vinnur við akstur,og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband