Færsluflokkur: Dægurmál
24.2.2009 | 16:47
Seðlabankastjóri er ekki alveg með á nótunum
Að einhver Seðlabankastjóri einhvers Ríkis skuli tala svona niður til æðsta stjórnanda Ríkisins er með öllu óskiljanlegt.
Þetta er embættismaður sem heyrir beint undir Forsætisráðherra,-ekki satt?
Eiríkur Guðna setur sig í stellingar og skammar Jóhönnu greyið eins og hún væri smákrakki.
Hann hefði átt að vera svona vel vakandi yfir velferð ríkisins á tímum Útrásarvíkinganna og tala þá svo skorinort til ráðamannanna þeirra,Davíðs, Halldórs og Geirs,en ekki vera að belgja sig út núna og skammast þegar enginn hlustar á hann,en það hefur kannski aldrei verið gert,---að hlusta á hann?.
Furðar sig á vinnubrögðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2009 | 15:24
Auðvita er Formaðurinn áfram í 1.sæti
Guðjón er og verður óumdeilanlegur leiðtogi okkar Frjálslyndra.
Hans eini veikleiki ,og sá veikleiki er á vissan hátt stór,er hversu góður og vandaður maður hann er og hrekklaus ,og væntir aldrei lúabragða úr annarra garði.
Það að hann leiði listann í NV er jafn sjálfsagt.
Í annað sæti eru fleiri sem gera tilkall og þar þarf að vanda sig vel því að við Frjálslyndir erum ornir leiðir á einkasýningum sumra þingmanna í gömlu dönsunum.
Kristinn H er einfaldlega fallinn úr tísku og skynjar auðvita sinn vitjunartíma.
Kall tímans er eftir óskerti og óskemmdri samvisku og þá er spurt,er þingmaður sem studdi Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar,fær um að svara því kalli?
Guðjón Arnar er góðu heilli alveg hafin yfir allan þann vafa.
Hans hugur er ómengaður af öllu sukkinu og skemmdaverkunum sem unnin hafa verið á íslenskri Þjóð.
Frjálslyndir í NV kjördæmi, vandið ykkur vel ,við vali á listann, þið eigið góða menn og konur sem eru vel til þess fallnir að vera í efstu sætum á lista okkar í þessu geysistóra og landfræðilega erfiða kjördæminu.
Það veit ég að gert verður,og það þarf að liggja fyrir sem fyrst, því að í hönd fer harðasta og ósvífnasta kosningabarátt í sögu Lýðvelvisins
Guðjón A. stefnir aftur á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2009 | 21:24
Um fimm milljónir á dag fyrir að fá svona auglýsingar Guðlaugs Þórs.
Við Íslendingar erum nú að styrkja MBL um ca 5,ooo,ooo.kr á dag í formi tapreksturs og svo verða milljarðar afskrifaðir þegar einhver sem er í náðinni "kaupir" ,blaðið og ættum við því að sleppa við að horfa uppá ókeypis auglýsingar fyrir Guðlaug Þór, í formi bloggs og andsvara við það sí og æ.
Þessi keðjubréf þeirra Guðlaugs og Bjarna eru kjánaleg..
MBL er ekki frjálst óháð , það sést mikið vel þegar rýnt er í svona auglýsingar.
Ekki erfiðasta prófkjörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2009 | 16:40
Að vinna Björn í prófkjöri er nú ekki mikið mál, Guðlaugur!
Björn okkar ástsæli fráfarandi Dómsmálaráðherra er nú engan veginn óumdeildur svo það getur nú ekki flokkast undir kraftavera að hafa unnið hann í prófkjöri síðast.
Hitt er svo annað mál að það flokkast undir kraftaverk,ef Guðlaugi Þór tekst að hanga inná lista Sjálfstæðismanna, í hönd farandi kosningum.
Ef Sjálfstæðismenn eru haldnir þeirri sjálfseyðingarhvöt að kjósa alla þá aftur,sem settu hér allt nánast yfir í annað sólkerfi,þá eru þeir vitlausari nú, en þeir voru..
Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2009 | 16:02
Skelfingin ein
Mikil mistök voru það nú hjá forustu Radda fólksins að lýsa yfir Sigurhátíð í janúar þegar VG Samf og Forsetinn tóku landið yfir.
Þá fyrst hefðu mótmælin átt að fara á fulla ferð.
Nei það var sigur í augum Raddanna að koma einni ónýtri stjórn frá bara til að koma handónýtri stjórn valdagráðugra VG að,sigur var það ekki Hörður það var STÓRTJÓN,bara hreint tjón.
Samfylkingin hélt að með því að hlaupa úr sænginni hjá Geir og skríða uppí hjá VG þá væru þeir búnir að svara kalli fólksins á Austurvelli en svo er ekki annarra en kjósenda VG,enda sést að það mæta fáir núna,stór hópur í kringum mig og mína félaga hafa ekki komið síðan Sigurhátíðin var haldin, og svo er um fjöldann allan,fólk sem ekki er tilbúið að láta bendla sig við VG..
Allt þetta kjaftæði um að stefnt skal að og beint verði fyrirmælum og þessháttar máttleysis bull er ekkert betri en þögnin sem var áður.
Tuttugasti útifundurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
21.2.2009 | 12:57
Hugleiðing um heilbrygðiskerfið,og óbrjálaða Borgarfulltrúa
Það er ekkert sorglegt að þurfa að skera niður í þjónustu við sjúka og aldraða,en það er afar sorglegt og óásættanlegt að þurfa að fresta byggingu Tónlistarhúss.
Þetta hafa stjórnmálamenn margsagt og endurtekið hver eftir annan,og einnig Borgarstjóri
Djöfuls tvískinnungur er þetta nú, VG ættu að einhenda sér í að bjarga sjúkum og öldruðum ekki stuðla að ótímabærum þjáningum þeirra,eða jafnvel dauða.
Það er mjög dökkt útlit núna,svo ekki eyða í það sem getur beðið,skaðinn verður minnstur svoleiðis.
Ef áætlun segir að það kosti 13 miljarða að klára Tónlistarhúsið er öruggt að það fer í 16-17m,og svo má einnig spyrja,við hvaða gengi er miðað.Er verið að tala um E=145,eða E= 300 eins og Seðlabanki Evrópu skráir krónuna þegar hann nennir.
Svo eru krakkarnir í Borgarstjórnarliðinu ekkert skárri,og samþykkja allan fjandann,enda alltaf á fylliríi eftir því sem Ólafur F Magnússon fullyrti í útvarpi í gær..
Hann fór hörðum orðum um samstarfsfólk sitt og samkvæmt hans áliti er það ónothæft við slíkar aðstæður sem nú.
Hann er kannski eini óbrjálaði borgarfulltrúinn....
Uppsagnir fyrirhugaðar á Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 12:37
Loðana.Loðna.Nú á að veiða,hver sem betur getur.
Það á ekki að auka neinn kóta,bara að leyfa loðnubátunum að berja á loðnunni í nokkra daga ,t.d.til 05.marz síðan að stoppa.
Ef lítið er af síli veiðist ekkert hvort sem er,en ef það er í sæmilegum torfum er stofninum óhætt þót veitt sé í nokkra daga.
En það á að banna trollveiðar úr stofnum uppsjávarfiska.
Loðnukvóta strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 21:31
Mjög óvænt,Sigmundur Davíð í 1. sæti í Reykjavík -N
Sigmundur Davíð.
Enn einu sinn vil ég reyna að koma þessu bréfi fyrir sjónir þínar,því að ég veit að þú hefur ekki lesið það ,annars værir þú búin að hringja og þakka mér ábendingarnar,því þær eru í fullu gyldi og verða aldrei of oft kveðnar.
Og ég er alveg viss um að þú lest allt bloggið um þessa frétt,það eru allir forvitnir um undirtektir við framboð sín.
Það er verst að geta ekki verið allstaðar og hafa margir menn og konur fallið á því .
Hér á eftir er bréfið..
Sigmundur Davíð,við þig vil ég segja þetta.
Þú ert sá aðili einn og sér sem gerðir þetta óhugnanlega og andstyggilega plott þeirra Steingríms Össurar og Forsetans mögulegt þú blést lífinu í nasir þess,þess vegna er eins gott að þú setjir þessu fólki stólinn strax fyrir dyrnar og gætir þess að þau geti ekki framið frekari skemmdarverk á Þjóðinni og Ríkinu.
Þú verður að anda ofan í hálsmálið hjá þessum sjálfumglöðu mönnum og konum sem þarna láta járn sín glymja við jörðu.
Stærsti hluti stjórnarliða var að koma úr ónothæfri stjórn,og Samfylkingin mynnir óneitanlega á Júgóslavíu á dögum Títós þegar hann missti heilsuna varð allt snarvitlaust
Passaðu þetta vel ,því þú einn ert ábyrgur,og alls enginn annar..
Já passaðu þau vel vegna þess að þingmenn VG eru ekki færir um nokkurn skapaðan hlut annan en vera í andstöðu,að undaskyldum Atla G hann er utan við drabbið og hann einn er á sama bekk og Jóhanna fólk getur sætt sig við verk þeirra.
Jóhanna Sig er ekki öfundsverð að eiga að leiða Ríkisstjórn VG, Samfylkingainnar og Forsetans,nei henni veitir ekki af hjálp þinni,stattu við stóru orðin og taktu þátt í að skapa nýtt Lýðræði en ekki gerast varðhundur ráðstjórnaraflanna..
Sigmundur Davíð ,fólk er margt skelfingu lostið vegna þessa verknaðar þíns að gera þessa stjórnunar myndun mögulega,svo ekki láta slátra þínum stjórnmálaferli á fyrstu vikunum,.
Það var fólk á torgum úti að mótmæla margt af því upplifir nú þá tilfinningu að það hafi verið svikið,þar sem krafan var Utanþingsstjórn,þetta fólk er ekki endilega sátt og hætt aðgerðum..
Þessa tilfinningu kannast margir við síðan formaður Sigtúnshópsins skildi alla eftir á vígvellinum og yfirgaf sína liðsmenn fyrir þrjátíu skildinga..
Það var ekki bara VG fólk að mótmæla það var þverskurður Þjóðarinnar.
P.S. þeir útrásarvinir Forsetans sem næstir honum stóðu
Sigmundur Davíð býður sig fram í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 18:28
Mikið happ fyrir Sjálfstæðisflokkinn
Jón Magnússon þingmaður er nú loksins kominn alla leiðina heim ,eftir að hafa ráfað um, sem ákafur leitandi í eyðimörkinni ,með stofnun flokks sem ekki átti erindi,og með viðkomu í Frjálslynda flokknum ,sem ekki reyndist honum það griðland sem hann vænti.
Nú er hann loks komin á áfangastað og það er gott.
Heimkomu hans í Íhaldið ,er því ákaft fagnað jafnt af fylgismönnum Sjálfstæðisflokksins,og merkilegt nokk ,ekki síður af andstæðingum hans.
Jón Magnússon var í Sjálfstæðisflokknum,tók síðan einn hring á dansgólfinu,en er nú kominn til baka,og nú er verkið fullkomnað.
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2009 | 19:02
Mikið góður Ráðherra,getur breytt vatni í vín..
Þar fengum við loksins Ráðherra sem getur breytt vatni í vín.Og mettað fimm þúsund með tveim fiskum og rétt rúmlega það.Engar áhyggjur af IMF hvað þá gæðum lyfja,eða er það öðruvísi á þeim markaði? að gæði og verð haldist í hendur?
Hvar hefur þessi snillingur verið geymdur undanfarna áratugi,hann getur bara með smá spjalli við blaðamenn að því að virðist,tekið aftur ákvarðanir fyrirrennara síns og breytt öllum hans ákvörðunum og nánast búið til peninga með sparnaði í lyfjum,,.
Því spyr ég er Ögmundur svona ofur snjall eða var Guðlaugur Þór svona arfa vitlaus.
Óbreytt starfsemi á St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Gunnar Þór Ólafsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar